Fótbolti

Ætla að hækka verðið á „nýja Ronaldo“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gamli og nýi Ronaldo? Joao Felix var í landsliðshóp Portúgal sem lék tvo leiki í undankeppni EM 2020 á dögunum
Gamli og nýi Ronaldo? Joao Felix var í landsliðshóp Portúgal sem lék tvo leiki í undankeppni EM 2020 á dögunum vísir/getty
Benfica ætlar sér að hækka verðmiðann á riftunarákvæðinu í samningi Joao Felix eða „nýja Ronaldo.“

Felix er eftirsóttur af stórliðum á borð við Manchester United, Juventus, Barcelona og Real Madrid miðað við sögusagnir fjölmiðla.

Hann er aðeins 19 ára gamall og kom inn í aðallið Benfica síðasta sumar. Menn segja hann vera besta portúgalska leikmanninn síðan Cristiano Ronaldo kom inn á sjónarsviðið.

Hann er samningsbundinn Benfica til 2023 og eins og er mun það kosta lið 120 milljónir evra að virkja riftunarákvæðið í samningi hans.

„Við höfum engan áhuga á því að selja Joao Felix og ætlum fljótlega að hækka riftunarákvæðið,“ sagði forseti Benfica, Luis Filipe Vieira, við Tuttosport.

Portúgalska blaðið A Bola segir að verðið muni hækka upp í 200 milljónir evra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×