Íslenski boltinn

Ágúst staðfestir komu Arnars en segir Jonathan líklega á förum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hendrickx og Ágúst handsala samning ekki fyrir alls löngu.
Hendrickx og Ágúst handsala samning ekki fyrir alls löngu. mynd/blikar
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla, segir að Arnar Sveinn Geirsson sé genginn í raðir Blika en Jonathan Hendrickx gæti verið á förum.

Breiðablik kaupir Arnar Svein frá Íslandsmeisturum Vals en Blikar gætu misst sinn aðal hægri bakvörð um mitt sumar. Belginn Jonathan Hendrickx gæti verið á útleið.

„Það er belgískt félag sem vildi nýta hans krafta og það gæti farið sem svo að hann myndi fara um mitt sumar,“ sagði Ágúst í samtali við Elvar Geir Magnússon á Fótbolta.net í dag.

„Það er á viðræðustigi og mun koma í ljós fljótlega hvernig það verður en við reiknum með að það gangi eftir,“ bætti fyrrum Fjölnis-maðurinn minn.

Í sama viðtali greindi Ágúst frá því að viðræður stæðu yfir við B-deildarliðið Halmstads í Svíþjóð um að fá Höskuld Gunnlaugsson aftur heim í Kópavoginn.

Pepsi Max-deildin hefst á föstudagskvöldið með leik Val og Víkings en á laugardaginn spila Blikar sinn fyrsta leik er þeir heimsækja Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×