Íslenski boltinn

Ágúst staðfestir komu Arnars en segir Jonathan líklega á förum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hendrickx og Ágúst handsala samning ekki fyrir alls löngu.
Hendrickx og Ágúst handsala samning ekki fyrir alls löngu. mynd/blikar

Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla, segir að Arnar Sveinn Geirsson sé genginn í raðir Blika en Jonathan Hendrickx gæti verið á förum.

Breiðablik kaupir Arnar Svein frá Íslandsmeisturum Vals en Blikar gætu misst sinn aðal hægri bakvörð um mitt sumar. Belginn Jonathan Hendrickx gæti verið á útleið.

„Það er belgískt félag sem vildi nýta hans krafta og það gæti farið sem svo að hann myndi fara um mitt sumar,“ sagði Ágúst í samtali við Elvar Geir Magnússon á Fótbolta.net í dag.

„Það er á viðræðustigi og mun koma í ljós fljótlega hvernig það verður en við reiknum með að það gangi eftir,“ bætti fyrrum Fjölnis-maðurinn minn.

Í sama viðtali greindi Ágúst frá því að viðræður stæðu yfir við B-deildarliðið Halmstads í Svíþjóð um að fá Höskuld Gunnlaugsson aftur heim í Kópavoginn.

Pepsi Max-deildin hefst á föstudagskvöldið með leik Val og Víkings en á laugardaginn spila Blikar sinn fyrsta leik er þeir heimsækja Grindavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.