Íslenski boltinn

Upphitunarþáttur Pepsi Max-markanna í opinni dagskrá í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Reynir og Þorvaldur verða áfram í hlutverki sérfræðinga Pepsi Max-markanna.
Reynir og Þorvaldur verða áfram í hlutverki sérfræðinga Pepsi Max-markanna. mynd/stöð 2 sport

Árlegur upphitunarþáttur Pepsi Max-markanna verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 í kvöld.

Líkt og venjulega spá sérfræðingar þáttarins fyrir um gengi liðanna í sumar þótt spáin sé með öðru sniði en hún hefur verið.

Þjálfarar allra liðanna tólf í Pepsi Max-deildinni mæta í settið og ræða möguleika sinna liða í sumar.

Eins og undanfarin ár stýrir Hörður Magnússon þættinum. Sérfræðingar hans í sumar verða Þorkell Máni Pétursson, Hallbera Gísladóttir, Logi Ólafsson, Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorvaldur Örlygsson.

Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst annað kvöld með leik Íslandsmeistara Vals og Víkings R. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fimm leikir eru á dagskrá á laugardaginn. Leikur ÍA og KA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 16:00 og klukkan 20:00 verður leikur Stjörnunnar og KR sýndur á Stöð 2 Sport.

Fyrsta umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 á sunnudaginn.

Tengdar fréttir

Val spáð Íslandsmeistaratitlinum

Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.