Íslenski boltinn

Sjáðu frábæra auglýsingu Pepsi Max Markanna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Magnússon fer á kostum í auglýsingunni
Hörður Magnússon fer á kostum í auglýsingunni s2 sport

Það styttist í að Pepsi Max deildin í fótbolta hefjist og þar með styttist í Pepsi Max Mörkin á Stöð 2 Sport.

Íslandsmeistarar Vals og Víkingur eigast við í opnunarleiknum 26. apríl, eftir átta daga. Það var því ekki seinna vænna að Pepsi Max Mörkin færu að keyra upp stemninguna fyrir deildinni og var auglýsing fyrir þáttinn frumsýnd í kvöld.

Þar fer Hörður Magnússon, þáttastjórnandi, með leiksigur í frábærri auglýsingu. Sjón er sögu ríkari og má sjá auglýsinguna hér að neðan.

Fyrsti þáttur Pepsi Max Markanna, upphitunarþátturinn, er á dagskrá á Stöð 2 Sport 25. apríl klukkan 21:15.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.