Íslenski boltinn

Höskuldur lánaður til Breiðabliks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Höskuldur er kominn aftur í græna búninginn.
Höskuldur er kominn aftur í græna búninginn. mynd/blikar.is
Breiðablik hefur fengið Höskuld Gunnlaugsson á láni frá sænska B-deildarliðinu Halmstad út tímabilið.

Höskuldur er uppalinn Bliki og lék 68 deildarleiki með liðinu áður en hann fór til Halmstad 2017. Hann var valinn besti ungi leikmaður Pepsi-deildarinnar 2015.

Blikar hafa látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í vikunni en Höskuldur er þriðji leikmaðurinn sem liðið fær síðan á föstudaginn.

Áður voru Guðjón Pétur Lýðsson og Arnar Sveinsson komnir til Breiðabliks. Þá hafa Thomas Mikkelsen og Aron Bjarnason framlengt samninga sína við Blika.

Breiðabliki var spáð 4. sæti í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deildinni.

Breiðablik sækir Grindavík heim í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Val spáð Íslandsmeistaratitlinum

Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×