Íslenski boltinn

Höskuldur lánaður til Breiðabliks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Höskuldur er kominn aftur í græna búninginn.
Höskuldur er kominn aftur í græna búninginn. mynd/blikar.is

Breiðablik hefur fengið Höskuld Gunnlaugsson á láni frá sænska B-deildarliðinu Halmstad út tímabilið.

Höskuldur er uppalinn Bliki og lék 68 deildarleiki með liðinu áður en hann fór til Halmstad 2017. Hann var valinn besti ungi leikmaður Pepsi-deildarinnar 2015.

Blikar hafa látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í vikunni en Höskuldur er þriðji leikmaðurinn sem liðið fær síðan á föstudaginn.

Áður voru Guðjón Pétur Lýðsson og Arnar Sveinsson komnir til Breiðabliks. Þá hafa Thomas Mikkelsen og Aron Bjarnason framlengt samninga sína við Blika.

Breiðabliki var spáð 4. sæti í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deildinni.

Breiðablik sækir Grindavík heim í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Val spáð Íslandsmeistaratitlinum

Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.