Íslenski boltinn

Valur frumsýnir nýja búninginn með flottu myndbandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elín Metta Jensen í nýja Valsbúningnum.
Elín Metta Jensen í nýja Valsbúningnum. mynd/valur
Valur frumsýndi í dag búningana sem karla- og kvennalið félagsins í fótbolta munu spila í á komandi tímabili.

Valur birti flott myndband þar sem leikmenn karla- og kvennaliðsins sjást í nýju búningunum.



Aðalbúningurinn er hefðbundinn; rauð treyja, hvítar stuttbuxur og bláir sokkar. Valur fer hins vegar nýja leið með varabúninginn sem er grænn og svartur.

Macron framleiðir búninga Vals eins og síðustu ár. Hins vegar er komin ný auglýsing framan á búninginn, frá BOSE sem er einn af aðal samstarfsaðilum knattspyrnudeildar Vals.

Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi Max-deild karla í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni. Valsmenn mæta Víkingum í 1. umferð deildarinnar annað kvöld.

Fyrsti leikur kvennaliðs Vals er gegn Þór/KA föstudaginn 3. maí.


Tengdar fréttir

Val spáð Íslandsmeistaratitlinum

Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist.

Málfríður hætt

Skórnir eru komnir upp í hillu hjá Málfríði Ernu Sigurðardóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×