Erlent

Hundrað færri fórnarlömb í Srí Lanka en talið var

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Röð sprengjuárása var gerð í Srí Lanka á sunnudag.
Röð sprengjuárása var gerð í Srí Lanka á sunnudag. Getty/Carl Court

Yfirvöld í Srí Lanka hafa tilkynnt að hundrað færri létust en upphaflega var talið. Heilbrigðisráðuneyti landsins hefur nú birt að 253 hafi látist í árásunum. Mistökum í útreikningum hefur verið kennt um fyrir röngu upplýsingarnar.

Sjálfsvígsárásunum var beint að kirkjum og hótelum á Colombo svæðinu og Batticaloa borg í austurhluta landsins. Yfirvöld segja meira en 500 manns hafa særst.

Flestir þeirra sem létust voru íbúar Srí Lanka en nokkrir tugir einstaklinga frá öðrum ríkjum féllu í árásinni. Talið er að sjálfsvígsárásarmennirnir hafi verið níu talsins.


Tengdar fréttir

Myndskeið af árásarmanni birt

Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð.

Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi

Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð.

Fjörutíu handteknir á Srí Lanka

Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.