Erlent

Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þjóðarsorg er í Srí Lanka vegna árásanna.
Þjóðarsorg er í Srí Lanka vegna árásanna. vísir/getty
Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð.

Forsetinn, Maithripala Sirisena segir að aðvaranir um aðstandandi hættu vegna hryðjuverkaógnar hefðu ekki borist til eyrna sinna og lofaði hann að gripið yrði til aðgerða vegna þess.

Forsætisráðherra landsins sagði í gær að ISIS samtökin gætu hafa staðið að baki árásunum eins og þau fullyrtu í gær en hins vegar hafi engar sönnur verið færðar á þær fullyrðingar.

Lögregla hefur borið kennsl á átta af níu árásarmönnum og allir eru þeir innfæddir Srí Lanka búar, fjárhagslega sjálfstæðir og úr efri millistétt, að sögn lögreglu. Einn þeirra stundaði háskólanám í Bretlandi og fór síðan í framhaldsnám til Ástralíu áður en hann sneri aftur til heimalands síns.


Tengdar fréttir

Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka

Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×