Erlent

Viðurkenna mistök sín

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust.
Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. Vísir/getty

Srí Lanka Stjórnvöld á Srí Lanka verða að axla ábyrgð á því að ekki var komið í veg fyrir hryðjuverkaárásir páskadags eða skaðinn af þeim lágmarkaður þótt það hefði verið hægt. Þetta sagði Ruwan Wijewardene, aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka, í gær.

Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. Áður var greint frá því að leyniþjónusta landsins hafði fengið upplýsingar um að árásir gætu verið yfirvofandi en stjórnvöld voru ekki látin vita.

„Við verðum að taka ábyrgð á þessu þar sem það hefði verið hægt að koma í veg fyrir eða lágmarka skaðann ef upplýsingarnar hefðu ratað í réttar hendur,“ sagði Wijewardene um málið. Lakshman Kiriella, forseti þingsins, sagði að embættismenn hefðu vísvitandi komið í veg fyrir að stjórnvöld fengju upplýsingarnar.

Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, hefur ákveðið að reka varnar­málaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna málsins.


Tengdar fréttir

Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi

Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.