Borgarstjóri Baltimore sætir rannsókn vegna skattsvika Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 21:52 Alríkislögreglumenn bera kassa af gögnum út af heimili Catherine Pugh. Getty/John Strohsacker Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, framkvæmdu leit á heimilum Catherine Pugh, borgarstjóra Baltimore, vegna samninga fyrir barnabók sem hún gaf út, sem skiluðu henni gríðarlegum hagnaði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Útsendarar FBI ásamt útsendurum skattyfirvalda leituðu í ráðhúsi borgarinnar og líkamsræktarstöð sem Pugh tengist á þriðjudag. Pugh, sem er flokkskona Demókrataflokksins, græddi hundraði þúsunda Bandaríkjadala með sölu bókarinnar til undirstofnana borgarinnar. Hún hefur verið í veikindaleyfi síðan 1. apríl en Larry Hogan, fylkisstjóri Maryland fyrir Repúblikana, hefur hvatt hana til að segja af sér. Stór hluti borgarstjórnar Baltimore sagði Pugh eiga að segja af sér, fyrr í þessum mánuði. Alríkislögreglan staðfesti við fréttastofu CBS að hún væri að starfa með alríkisskattstofu Bandaríkjanna, IRS, vegna rannsóknar á bókasölu Pugh. Meðal þeirra bóka sem verið er að rannsaka, er barnabókin „Healthy Holly“ eða „Heilbrigða Holly,“ sem hvetja til hollra matarvenja og hreyfingar, en samkvæmt heimildum er verið að rannsaka fleira. Pugh seldi háskólanum University of Maryland Medical System 100.000 eintök af bókinni og fékk fyrir það um 61 milljónir íslenskra króna. Bókunum var svo dreift í skóla, en á þessum tíma var Pugh í stjórn heilbrigðiskerfisins í borginni. Getty/Amy DavisUppræting spillingar í borginni Rannsóknin á borgarstjóranum er aðeins einn hlekkur í röð spillingarmála sem upp hafa komið í Baltimore á síðustu árum. Verið hefur verið að rannsaka stórt spillingarmál innan lögreglunnar í Baltimore síðan 2017 en átta lögreglumenn hafa verið sakfelldir fyrir að ræna almenning og að stela yfirvinnulaunum. Síðan 2016 hefur lögregluembættið í Baltimore verið í ríkistilskipuðu átaki en maðurinn sem Pugh valdi til að hjálpa embættinu að vinna úr sínum málum var ákærður fyrir skattsvik, þegar hann hafði aðeins sinnt starfinu í þrjá mánuði. Hann var dæmdur til 10 mánaða fangelsisvistar í síðasta mánuði. Fyrrum borgarstjóri Baltimore, Sheila Dixon, var sakfelld fyrir fjárdrátt og var neydd til að segja af sér. Dixon bauð sig fram til borgarstjóra árið 2015 en tapaði fyrir Pugh. Önnur heilbrigðisstofnun í Baltimore, Kaiser Permanente, hefur tilkynnt að hún hafi borgað meira en tólf milljónir íslenskra króna fyrir 20.000 eintök af bókinni. Þetta gerðu þau á sama tíma og verið var að vinna að samningi við Baltimore borg um að Kaiser Permanente myndi sjá starfsfólki borgarinnar fyrir sjúkratryggingum. Pugh hefur lýst yfir eftirsjá vegna bókasamningsins við heilbrigðiskerfi háskólans og hefur síðan sagt af sér sem meðlimur stjórnarinnar. „Ég biðst afsökunar á því að hafa gert hluti sem hafa komið íbúum Baltimore í uppnám,“ sagði hún við fréttamenn fyrir utan ráðhús borgarinnar í Mars. Hún hefur nú skilað hluta upphæðarinnar sem hún fékk frá UMMS, eða um 12 milljónum íslenskra króna, fyrir „Healthy Holly“ bækur sem höfðu enn ekki verið sendar til UMMS. Hogan lýsti yfir miklum áhyggjum vegna viðskipta Pugh við UMMS vegna tengsla þess við fylkið, en háskólinn fær mikla upphæð almannafés sér til styrktar. Bandaríkin Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, framkvæmdu leit á heimilum Catherine Pugh, borgarstjóra Baltimore, vegna samninga fyrir barnabók sem hún gaf út, sem skiluðu henni gríðarlegum hagnaði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Útsendarar FBI ásamt útsendurum skattyfirvalda leituðu í ráðhúsi borgarinnar og líkamsræktarstöð sem Pugh tengist á þriðjudag. Pugh, sem er flokkskona Demókrataflokksins, græddi hundraði þúsunda Bandaríkjadala með sölu bókarinnar til undirstofnana borgarinnar. Hún hefur verið í veikindaleyfi síðan 1. apríl en Larry Hogan, fylkisstjóri Maryland fyrir Repúblikana, hefur hvatt hana til að segja af sér. Stór hluti borgarstjórnar Baltimore sagði Pugh eiga að segja af sér, fyrr í þessum mánuði. Alríkislögreglan staðfesti við fréttastofu CBS að hún væri að starfa með alríkisskattstofu Bandaríkjanna, IRS, vegna rannsóknar á bókasölu Pugh. Meðal þeirra bóka sem verið er að rannsaka, er barnabókin „Healthy Holly“ eða „Heilbrigða Holly,“ sem hvetja til hollra matarvenja og hreyfingar, en samkvæmt heimildum er verið að rannsaka fleira. Pugh seldi háskólanum University of Maryland Medical System 100.000 eintök af bókinni og fékk fyrir það um 61 milljónir íslenskra króna. Bókunum var svo dreift í skóla, en á þessum tíma var Pugh í stjórn heilbrigðiskerfisins í borginni. Getty/Amy DavisUppræting spillingar í borginni Rannsóknin á borgarstjóranum er aðeins einn hlekkur í röð spillingarmála sem upp hafa komið í Baltimore á síðustu árum. Verið hefur verið að rannsaka stórt spillingarmál innan lögreglunnar í Baltimore síðan 2017 en átta lögreglumenn hafa verið sakfelldir fyrir að ræna almenning og að stela yfirvinnulaunum. Síðan 2016 hefur lögregluembættið í Baltimore verið í ríkistilskipuðu átaki en maðurinn sem Pugh valdi til að hjálpa embættinu að vinna úr sínum málum var ákærður fyrir skattsvik, þegar hann hafði aðeins sinnt starfinu í þrjá mánuði. Hann var dæmdur til 10 mánaða fangelsisvistar í síðasta mánuði. Fyrrum borgarstjóri Baltimore, Sheila Dixon, var sakfelld fyrir fjárdrátt og var neydd til að segja af sér. Dixon bauð sig fram til borgarstjóra árið 2015 en tapaði fyrir Pugh. Önnur heilbrigðisstofnun í Baltimore, Kaiser Permanente, hefur tilkynnt að hún hafi borgað meira en tólf milljónir íslenskra króna fyrir 20.000 eintök af bókinni. Þetta gerðu þau á sama tíma og verið var að vinna að samningi við Baltimore borg um að Kaiser Permanente myndi sjá starfsfólki borgarinnar fyrir sjúkratryggingum. Pugh hefur lýst yfir eftirsjá vegna bókasamningsins við heilbrigðiskerfi háskólans og hefur síðan sagt af sér sem meðlimur stjórnarinnar. „Ég biðst afsökunar á því að hafa gert hluti sem hafa komið íbúum Baltimore í uppnám,“ sagði hún við fréttamenn fyrir utan ráðhús borgarinnar í Mars. Hún hefur nú skilað hluta upphæðarinnar sem hún fékk frá UMMS, eða um 12 milljónum íslenskra króna, fyrir „Healthy Holly“ bækur sem höfðu enn ekki verið sendar til UMMS. Hogan lýsti yfir miklum áhyggjum vegna viðskipta Pugh við UMMS vegna tengsla þess við fylkið, en háskólinn fær mikla upphæð almannafés sér til styrktar.
Bandaríkin Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira