Íslenski boltinn

Sjáðu stórkostlegt mark Loga í lýsingu Hödda Magg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Logi í baráttunni við Kaj Leo í kvöld.
Logi í baráttunni við Kaj Leo í kvöld. vísir/daníel
Valur og Víkingur gerðu 3-3 jafntefli í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar er liðin mættust á Origo-vellinum í kvöld.

Leikurinn var stórkostleg skemmtun en Víkingar komust í þrígang yfir gegn Íslandsmeisturunum. Alltaf náðu meistararnir að koma til baka og jöfnunarmarkið kom skömmu fyrir leikslok.

Flottasta mark leiksins skoraði varamaðurinn Logi Tómasson stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hann lék sér að varnarmönnum Vals áður en hann þrumaði boltanum í þaknetið.

Leikurinn var mikil skemmtun og ljóst að Pepsi Max-deildin var opnuð með stæl. Markið frábæra má sjá hér að neðan.



Klippa: Gullfallegt mark Loga
Hér fyrir neðan má síðan sjá öll sex mörkin í þessum fjöruga opnunarleik Íslandsmótsins í knattspyrnu árið 2019. Fimm af þessum sex mörkum komu í seinni hálfleiknum sem var með þeim líflegri sem hafa sést í fyrstu umferð Íslandsmótsins í langan tíma.



Klippa: Mörkin úr leik Vals og Víkings í 1. umferð Pepsi Max deildar karla




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×