Ágúst Þór: Ætlum að leita út fyrir landsteinana Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2019 16:21 Ágúst Þór var ánægður með stigin þrjú í dag. Vísir/Anton Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var afskaplega ánægður eftir 2-0 sigur hans manna í Grindavík í dag. „Þetta var erfið fæðing og það var erfitt að eiga við Grindvíkingana, þeir voru þéttir og það var erfitt að brjóta þá. Við vorum með vindinum í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki ná að skapa nógu mikið af færum. Í seinni hálfleik þurftu þeir að koma aðeins ofar og þá opnaðist fyrir okkur. Við nýttum okkur það og skoruðum tvö góð mörk,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi að leik loknum í dag. „Það er mikilvægast af öllu að fá þrjú stig og eins og vitum er ekki mikið af glansleikjum í fyrstu umferðunum en þrjú stig er það mikilvægasta.“ Sigur Blika í dag var nokkuð sanngjarn og Grindvíkingar náðu of sjaldan að opna vörn gestanna og skapa sér opin færi. „Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Ég er mjög sáttur með strákana og vinnuframlagið í liðinu. Ég hefði eiginlega ekki getað beðið um það betra.“ Blikar hafa fengið þrjá nýja leikmenn til liðs við sig á síðustu vikum. Guðjón Pétur Lýðsson kom frá KA fyrir skömmu og í vikunni bættust þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson í hópinn. Það vakti athygli að þeir fóru allir beint inn í byrjunarliðið og Ágúst sagði að hann hefði viljað fá ferska strauma inn í liðið. „Við höfum ekki verið að fá mikið af úrslitum í síðustu æfingaleikjum og ég ákvað að koma þeim öllum inn í byrjunarliðið og sjá hvort það myndi breyta einhverju og það gerði það.“ Í sambandi við komu Arnars Sveins hefur verið rætt um það að Jonathan Hendrickx sé á leið frá Blikum. „Ég á von á að hann fari til Belgíu í glugganum. Við nýtum hann fram að því. Það má alveg reikna með að við styrkjum okkur, við erum að skoða það en ekkert öruggt. Við erum þá að leita út fyrir landsteinana.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 0-2 | Blikar hefja mótið á sigri Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram suður með sjó. 27. apríl 2019 17:00 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var afskaplega ánægður eftir 2-0 sigur hans manna í Grindavík í dag. „Þetta var erfið fæðing og það var erfitt að eiga við Grindvíkingana, þeir voru þéttir og það var erfitt að brjóta þá. Við vorum með vindinum í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki ná að skapa nógu mikið af færum. Í seinni hálfleik þurftu þeir að koma aðeins ofar og þá opnaðist fyrir okkur. Við nýttum okkur það og skoruðum tvö góð mörk,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi að leik loknum í dag. „Það er mikilvægast af öllu að fá þrjú stig og eins og vitum er ekki mikið af glansleikjum í fyrstu umferðunum en þrjú stig er það mikilvægasta.“ Sigur Blika í dag var nokkuð sanngjarn og Grindvíkingar náðu of sjaldan að opna vörn gestanna og skapa sér opin færi. „Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Ég er mjög sáttur með strákana og vinnuframlagið í liðinu. Ég hefði eiginlega ekki getað beðið um það betra.“ Blikar hafa fengið þrjá nýja leikmenn til liðs við sig á síðustu vikum. Guðjón Pétur Lýðsson kom frá KA fyrir skömmu og í vikunni bættust þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson í hópinn. Það vakti athygli að þeir fóru allir beint inn í byrjunarliðið og Ágúst sagði að hann hefði viljað fá ferska strauma inn í liðið. „Við höfum ekki verið að fá mikið af úrslitum í síðustu æfingaleikjum og ég ákvað að koma þeim öllum inn í byrjunarliðið og sjá hvort það myndi breyta einhverju og það gerði það.“ Í sambandi við komu Arnars Sveins hefur verið rætt um það að Jonathan Hendrickx sé á leið frá Blikum. „Ég á von á að hann fari til Belgíu í glugganum. Við nýtum hann fram að því. Það má alveg reikna með að við styrkjum okkur, við erum að skoða það en ekkert öruggt. Við erum þá að leita út fyrir landsteinana.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 0-2 | Blikar hefja mótið á sigri Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram suður með sjó. 27. apríl 2019 17:00 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 0-2 | Blikar hefja mótið á sigri Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram suður með sjó. 27. apríl 2019 17:00
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn