Íslenski boltinn

Pedro: Það eina sem ég er ekki ánægður með eru úrslitin

Einar Kárason skrifar
Pedro stýrði Fram síðasta sumar en er nú mættur til Eyja.
Pedro stýrði Fram síðasta sumar en er nú mættur til Eyja. vísir/vilhelm
„Við getum horft á þetta frá tveimur sjónarhornum. Útfrá úrslitum leiksins sem voru slæm og svo út frá leikmönnum og hvað þeir gerðu,” sagði Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, eftir tapið gegn Fylki í dag.

„Þeir sköpuðu nóg til að skora. Fyrstu 40 mínúturnar í fyrri hálfleik voru allar ÍBV. Þá skora þeir fyrsta markið og svo annað. Síðasta spyrnan, aukaspyrnur, föst leikatriði. Vindurinn og veðrið. Þeir nýttu sér það vel.”

„Við fengum færin en skoruðum ekki. Þeir fengu færin og þeir skoruðu.”

Eyjamenn fóru tveimur mörkum undir inn í hálfleik og eftir stundarfjórðung í þeim síðari skoruðu Fylkismenn þriðja markið.

„Þriðja markið drap leikinn. Þeir sýna þá alla þá reynslu sem þeir hafa. Ég er þó stoltur af mínum strákum. Þeir hætta ekki og gefast ekki upp. Við eigum 2-3 færi til að skora í seinni hálfleiknum en skorum ekki. Ef við skoðum leikinn út frá spilamennsku beggja liða áttum við ekki að tapa leiknum.”

„Strákarnir fóru eftir því sem við lögðum upp. Það eina sem vantaði var að skora mörkin. Klára færin. Mér fannst þér spila vel og gefast ekki upp. Við gerðum það sem við höfum verið að æfa en það sem við ráðum ekki við er veðrið og og það var erfitt.”

„Það eina sem ég er ekki ánægður með eru úrslitin,” sagði Pedro.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×