Erlent

Netanja­hú lík­legur til að setjast aftur í for­sætis­ráð­herra­stólinn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Netanjahú heilsar stuðningsmönnum sínum að loknum kosningunum í gær.
Netanjahú heilsar stuðningsmönnum sínum að loknum kosningunum í gær. vísir/getty
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela er talinn líklegur til að tryggja sitt fimmta kjörtímabil eftir kosningarnar þar í landi í gær.

Í þetta sinn fékk hann harða mótspyrnu frá nýju framboði hershöfðingjans Benny Gantz og eru flokkar þeirra tveggja hnífjafnir og í nótt lýstu báðir yfir sigri í kosningunum.

Breska ríkisútvarpið telur þó mestar líkur á því að samsteypustjórn Likud-bandalags Netanjahús og fleiri flokka komi til með að halda velli, með um 65 sæti í þinginu af 120.

Verði þetta raunin slær Netanjahú met síðar á árinu og verður sá forsætisráðherra sem lengst hefur setið í sögu landsins, aðeins David Ben Gurion hefur setið lengur í dag en Netanjahú.


Tengdar fréttir

Andstæðingar lýsa báðir yfir sigri

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er talinn líklegri til að mynda stjórnarmeirihluta að sögn Ísraelsks kosningasjónvarps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×