Erlent

Andstæðingar lýsa báðir yfir sigri

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Gantz og Netanyahu hafa báðir lýst yfir sigri í þingkosningunum í Ísrael.
Gantz og Netanyahu hafa báðir lýst yfir sigri í þingkosningunum í Ísrael.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er talinn líklegri til að mynda stjórnarmeirihluta að sögn Ísraelsks kosningasjónvarps.

Frá þessu er greint á vef Reuters.

Bæði hann og hans meginandstæðingur, Benny Gantz hafa lýst yfir sigri eftir að atkvæðaskipting sýndi að flokkur Gantz, Bláhvíta bandalagið og flokkur Netanyahu, Likud, hafi hlotið jafn mörg sæti í þjóðþingi Ísrael.

Þar sem hvorugur flokkur hefur meirihluta í þinginu er talið, af einni stærstu sjónvarpsstöð landsins, að Netanyahu sé í betri stöðu til að mynda ríkisstjórn með hjálp hægri flokka þingsins.

Netanyahu hefur setið sem forsætisráðherra frá árinu 2009 en þar áður hafði hann gengt embættinu frá árinu 1996-1999. Hann á yfir höfði sér mögulega ákæru vegna þriggja spillingarmála en hann hefur neitað allri sök.

Beri Netanyahu sigur af hólmi mun hann vera fyrsti forsætisráðherra landsins til að sitja í fimm kjörtímabil.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×