Elton John á tónleika sama dag og bikarúrslitaleikurinn fer fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2019 12:30 Syngiði með! Elton John í miðri sveiflu. vísir/getty Sir Elton John gat ekki leynt gleði sinni eftir að Watford tryggði sér sæti í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar með dramatískum sigri á Wolves, 3-2, á Wembley á sunnudaginn. Elton John er án nokkurs vafa þekktasti stuðningsmaður Watford. Tónlistarmaðurinn vinsæli er reyndar meira en venjulegur stuðningsmaður því hann var eigandi Watford á árunum 1976-87 og 1997-2002 og er núna heiðursforseti félagsins. Watford mætir Manchester City í bikarúrslitum 18. maí. Þann sama dag á Elton John að spila á tónleikum í Kaupmannahöfn. Þeir eru hluti af þriggja ára kveðjutónleikaröð hans, Farewell Yellow Brick Road. Bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 14:00 og tónleikarnir 20:00. Stóra spurningin er hvað Elton John gerir en hann vill væntanlega ekki missa af stærsta leik Watford í 35 ár, eða síðan liðið komst í bikarúrslit 1984. Elton John var eigandi Watford á mesta blómaskeiði félagsins, þegar það vann sig upp úr neðstu deild í þá efstu undir stjórn Grahams Taylor. Watford endaði í 2. sæti efstu deildar tímabilið 1982-83 og komst í bikarúrslit tímabilið á eftir. Þar tapaði Watford fyrir Everton, 2-0. Elton John seldi Watford 1987 en keypti félagið aftur tíu árum síðar. Árið 2014 var stúka á Vicarage Road, heimavelli Watford, nefnd eftir honum. Maí verður viðburðarríkur hjá Elton John en í síðustu viku mánaðarins verður kvikmynd byggð á ævi hans, Rocketman, frumsýnd. Taron Egerton fer með hlutverk tónlistamannsins í myndinni. Hún verður frumsýnd 24. maí í Bretlandi og 31. maí í Bandaríkjunum.Elton John réði Graham Taylor sem knattspyrnustjóra Watford 1977. Þá var félagið í neðstu deild. Fimm árum síðar var Watford komið upp í efstu deild.vísir/getty Enski boltinn Tengdar fréttir Watford í bikarúrslit eftir ótrúlega endurkomu Gerard Deulofeu gerði gæfumuninn þegar Watford vann Wolves, 3-2, í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. 7. apríl 2019 17:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Sir Elton John gat ekki leynt gleði sinni eftir að Watford tryggði sér sæti í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar með dramatískum sigri á Wolves, 3-2, á Wembley á sunnudaginn. Elton John er án nokkurs vafa þekktasti stuðningsmaður Watford. Tónlistarmaðurinn vinsæli er reyndar meira en venjulegur stuðningsmaður því hann var eigandi Watford á árunum 1976-87 og 1997-2002 og er núna heiðursforseti félagsins. Watford mætir Manchester City í bikarúrslitum 18. maí. Þann sama dag á Elton John að spila á tónleikum í Kaupmannahöfn. Þeir eru hluti af þriggja ára kveðjutónleikaröð hans, Farewell Yellow Brick Road. Bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 14:00 og tónleikarnir 20:00. Stóra spurningin er hvað Elton John gerir en hann vill væntanlega ekki missa af stærsta leik Watford í 35 ár, eða síðan liðið komst í bikarúrslit 1984. Elton John var eigandi Watford á mesta blómaskeiði félagsins, þegar það vann sig upp úr neðstu deild í þá efstu undir stjórn Grahams Taylor. Watford endaði í 2. sæti efstu deildar tímabilið 1982-83 og komst í bikarúrslit tímabilið á eftir. Þar tapaði Watford fyrir Everton, 2-0. Elton John seldi Watford 1987 en keypti félagið aftur tíu árum síðar. Árið 2014 var stúka á Vicarage Road, heimavelli Watford, nefnd eftir honum. Maí verður viðburðarríkur hjá Elton John en í síðustu viku mánaðarins verður kvikmynd byggð á ævi hans, Rocketman, frumsýnd. Taron Egerton fer með hlutverk tónlistamannsins í myndinni. Hún verður frumsýnd 24. maí í Bretlandi og 31. maí í Bandaríkjunum.Elton John réði Graham Taylor sem knattspyrnustjóra Watford 1977. Þá var félagið í neðstu deild. Fimm árum síðar var Watford komið upp í efstu deild.vísir/getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford í bikarúrslit eftir ótrúlega endurkomu Gerard Deulofeu gerði gæfumuninn þegar Watford vann Wolves, 3-2, í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. 7. apríl 2019 17:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Watford í bikarúrslit eftir ótrúlega endurkomu Gerard Deulofeu gerði gæfumuninn þegar Watford vann Wolves, 3-2, í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. 7. apríl 2019 17:30