Erlent

Vonast eftir góðri samvinnu á vettvangi Norðurskautsráðsins

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fundaði með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í morgun.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fundaði með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í morgun. EPA/Michael Klimentyev
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er staddur á ráðstefnunni International Arctic Forum sem haldin er í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Í gær tók hann þátt í pallborði um samstarf á norðurslóðum ásamt forsætisráðherrum Noregs og Svíþjóðar auk forseta Rússlands og Finnlands. þar heillaði hann fundarmenn upp úr skónum með Rússneskukunnáttu sinni.

Sjá: „Guðni heillaði fundarmenn með rússneskukunnáttu sinni“

Í dag átti hann fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Með í för voru Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, og Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Moskvu.

Pútín þakkaði Guðna fyrir að þiggja boð sitt á ráðstefnuna og sagðist hlakka til að vinna með Íslandi þegar það tekur við formennsku Norðurslóðaráðsins í næsta mánuði.

„Ég vona og hef fulla trú á því að uppsöfnuð reynsla okkar fleyti okkur áfram og komi okkur yfir þá erfiðleika sem við ræddum á ráðstefnunni í gær.“

Guðni þakkaði fyrir sig, sagði samskipti ríkjanna undanfarna áratugi hafa gagnast báðum aðilum og minnti á mikilvægi góðrar samvinnu á vettvangi Norðurslóðaráðsins.

„Mismunandi skoðanir og ósætti er til staðar til að finna úrlausnar á því. Eitt vitum við þó og það er það að Norðurheimskautið er á sínum stað og það sameinar okkur.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×