Enski boltinn

Forseti Porto ósáttur með Salah: „Hefði getað fótbrotið hann“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah tæklar Danilo í gær.
Salah tæklar Danilo í gær. vísir/getty
Pinto da Costa, forseti Porto, er ekki ánægður með tæklingu Mohamed Salah í leik Porto og Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Undir lok leiksins fór Salah nokkuð harkalega inn í miðvörðinn Danilo. Kíkt var á atvikið í VARsjánni en ákveðið var að aðhafast ekki og var leiknum haldið áfram.

Það gerir það að verkum að aganefnd UEFA getur ekki dæmt Salah í bann eftir leikinn en forseti Porto er ekki ánægður.

„Danilo ætti að þakka Guð því hann hefði getað brotið á honum löppina. Ég þakka Guði fyrir það að hann sé ekki fótbrotinn,“ sagði forsetinn í samtali við fjölmiðla í gær.

„Við viljum samræmi yfir alla. Kíktu á tæklingu Felipe sem gefur honum gult og þessa tæklingu Salah sem við erum heppnir að Danilo hafi ekki endað á spítalanum.“

Liverpool er með tveggja marka forystu, 2-0, eftir fyrri leikinn en liðin mætast næsta miðvikudag í Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×