Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2019 12:46 Kolbeinn hefur nú spurt Lilju hvort ekki sé nauðsynlegt að endurskoða lög um fjölmiðla. „Mér finnst eðlilegt að við veltum hlutverki fjölmiðlanefndar fyrir okkur, ekki síst í ljósi þess að BÍ hefur dregið fulltrúa sinn út úr starfi hennar. Þegar fagfélagið er svona ósátt þarf að setjast yfir málið,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi. Hann hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar.Óljóst hlutverk nefndarinnar Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gagnrýnt nefndina harkalega, meðal annars vegna þess að hann telur hana vera að seilast inná verksvið Siðanefndar BÍ og hlutast til um það hvernig blaða- og fréttamenn haga fréttaflutningi sínum. Það telur formaðurinn skýlausa aðför að tjáningarfrelsinu. Hjálmar hefur dregið fulltrúa BÍ út úr nefndinni. Í fyrirspurn Kolbeins er komið inná þetta, hann spyr meðal annars í ljósi gagnrýni sem frá BÍ hefur komið; hvort ástæða sé til að endurskoða lög um fjölmiðla og þá sérstaklega með það að leiðarljósi að skýra hlutverk fjölmiðlanefndar?Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.Kolbeinn beinir athygli sinni að hinni umdeildu 26. grein laga um fjölmiðla, sem Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, hefur vísað til. Ákvæði um lýðræðislegar grundvallarreglur og hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni „gengur fyrst og fremst út á að vernda upplýsingarétt almennings og réttindi einstaklinga sem fjallað er um í fjölmiðlum. Brýnt er að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Engin viðurlög eru við brotum á 26. gr. og er heimild fjölmiðlanefndar bundin við að birta álit telji hún brotið gegn ákvæðinu,“ segir Elfa Ýr í grein þar sem hún svarar stjórn BÍ.Stjórnvöld eigi ekki að skipta sér af efnistökum fjölmiðla Í fyrirspurn sinni spyr Kolbeinn hvort ráðherra telji að með því að fjölmiðlanefnd geti gefið út álit á grundvelli 26. gr. laga um fjölmiðla, er kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi, skarist hlutverk nefndarinnar og siðanefndar Blaðamannafélags Íslands? Að endingu snýr fyrirspurn þingmannsins að því hvort ráðherra hafi áhyggjur af núverandi fyrirkomulag, eða eitthvað annað í lögum um fjölmiðla, geti á einhvern hátt haft óæskileg áhrif á tjáningarfrelsið? „Að mínu mati þarf að skýra betur hlutverk nefndarinnar þegar að efnistökum fjölmiðla kemur, enda þarf að gæta þess að setja tjáningarfrelsi þeirra ekki skorður,“ segir Kolbeinn. „Mín skoðun er sú að í þeim efnum sé stjórnsýslunefnd ekki endilega svarið, heldur komi þar til siðanefndir fagfélaga. Síðan höfum við dómskerfi fyrir þau sem telja að á sér hafi verið brotið þannig að varði við lög. Stjórnvöld eiga ekki að skipta sér af efnistökum fjölmiðla, heldur setja lagaramma.“ Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Vegna athugasemda Blaðamannafélags Íslands Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. 4. apríl 2019 14:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
„Mér finnst eðlilegt að við veltum hlutverki fjölmiðlanefndar fyrir okkur, ekki síst í ljósi þess að BÍ hefur dregið fulltrúa sinn út úr starfi hennar. Þegar fagfélagið er svona ósátt þarf að setjast yfir málið,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi. Hann hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar.Óljóst hlutverk nefndarinnar Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gagnrýnt nefndina harkalega, meðal annars vegna þess að hann telur hana vera að seilast inná verksvið Siðanefndar BÍ og hlutast til um það hvernig blaða- og fréttamenn haga fréttaflutningi sínum. Það telur formaðurinn skýlausa aðför að tjáningarfrelsinu. Hjálmar hefur dregið fulltrúa BÍ út úr nefndinni. Í fyrirspurn Kolbeins er komið inná þetta, hann spyr meðal annars í ljósi gagnrýni sem frá BÍ hefur komið; hvort ástæða sé til að endurskoða lög um fjölmiðla og þá sérstaklega með það að leiðarljósi að skýra hlutverk fjölmiðlanefndar?Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.Kolbeinn beinir athygli sinni að hinni umdeildu 26. grein laga um fjölmiðla, sem Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, hefur vísað til. Ákvæði um lýðræðislegar grundvallarreglur og hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni „gengur fyrst og fremst út á að vernda upplýsingarétt almennings og réttindi einstaklinga sem fjallað er um í fjölmiðlum. Brýnt er að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Engin viðurlög eru við brotum á 26. gr. og er heimild fjölmiðlanefndar bundin við að birta álit telji hún brotið gegn ákvæðinu,“ segir Elfa Ýr í grein þar sem hún svarar stjórn BÍ.Stjórnvöld eigi ekki að skipta sér af efnistökum fjölmiðla Í fyrirspurn sinni spyr Kolbeinn hvort ráðherra telji að með því að fjölmiðlanefnd geti gefið út álit á grundvelli 26. gr. laga um fjölmiðla, er kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi, skarist hlutverk nefndarinnar og siðanefndar Blaðamannafélags Íslands? Að endingu snýr fyrirspurn þingmannsins að því hvort ráðherra hafi áhyggjur af núverandi fyrirkomulag, eða eitthvað annað í lögum um fjölmiðla, geti á einhvern hátt haft óæskileg áhrif á tjáningarfrelsið? „Að mínu mati þarf að skýra betur hlutverk nefndarinnar þegar að efnistökum fjölmiðla kemur, enda þarf að gæta þess að setja tjáningarfrelsi þeirra ekki skorður,“ segir Kolbeinn. „Mín skoðun er sú að í þeim efnum sé stjórnsýslunefnd ekki endilega svarið, heldur komi þar til siðanefndir fagfélaga. Síðan höfum við dómskerfi fyrir þau sem telja að á sér hafi verið brotið þannig að varði við lög. Stjórnvöld eiga ekki að skipta sér af efnistökum fjölmiðla, heldur setja lagaramma.“
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Vegna athugasemda Blaðamannafélags Íslands Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. 4. apríl 2019 14:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42
Vegna athugasemda Blaðamannafélags Íslands Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. 4. apríl 2019 14:33