Íslenski boltinn

Frábærir taktar Karólínu rötuðu á eina vinsælustu Instagram-síðu fótboltaheimsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glæsileg tilþrif Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í landsleik með U19 ára landsliði Íslands á dögunum rötuðu á Instagram-síðuna, Bleacher Report Football, í dag.

Karólína, sem er uppalin hjá FH en leikur nú með Breiðabliki, sýndi tilþrifin í leik með U19 ára landsliðinu gegn Búlgaríu en leikurinn vannst 6-0.

Rúmlega 2,6 milljónir fylgjenda fylgja Bleacher Raport á Instagram svo það eru ansi margir notendur miðilsins sem hafa séð tilþrif Íslendingsins. 
 
 
View this post on Instagram
When you don't score, but everyone knows it was all you  ( via @mycujoo)

A post shared by Bleacher Report Football (@brfootball) on Apr 12, 2019 at 5:36am PDT„Þegar þú skorar ekki en allir vita að þetta var allt þú,“ stendur undir myndbandinu en tilþrifin sem Karólína sýnir í myndbandinu eru afar góð.

Íslenska liðinu tókst því miður ekki að komast áfram upp úr milliriðlinum en þessi frábæru tilþrif má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.