Íslenski boltinn

Frábærir taktar Karólínu rötuðu á eina vinsælustu Instagram-síðu fótboltaheimsins

Anton Ingi Leifsson skrifar

Glæsileg tilþrif Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í landsleik með U19 ára landsliði Íslands á dögunum rötuðu á Instagram-síðuna, Bleacher Report Football, í dag.

Karólína, sem er uppalin hjá FH en leikur nú með Breiðabliki, sýndi tilþrifin í leik með U19 ára landsliðinu gegn Búlgaríu en leikurinn vannst 6-0.

Rúmlega 2,6 milljónir fylgjenda fylgja Bleacher Raport á Instagram svo það eru ansi margir notendur miðilsins sem hafa séð tilþrif Íslendingsins.


 
 
 
View this post on Instagram
When you don't score, but everyone knows it was all you  ( via @mycujoo)
A post shared by Bleacher Report Football (@brfootball) on


„Þegar þú skorar ekki en allir vita að þetta var allt þú,“ stendur undir myndbandinu en tilþrifin sem Karólína sýnir í myndbandinu eru afar góð.

Íslenska liðinu tókst því miður ekki að komast áfram upp úr milliriðlinum en þessi frábæru tilþrif má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.