Erlent

Fyrstu tölur í Finnlandi: Jafnaðarmenn stærstir

Birgir Olgeirsson skrifar
Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna.
Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna. Vísir/EPA
Það stefnir allt í sigur Jafnaðarmanna í kosningum í Finnlandi samkvæmt fyrstu tölum. Kjörstöðum hefur verið lokað en nú þegar 45 prósent atkvæða hafa verið talinn mælist Jafnaðarmannaflokkurinn með nítján prósenta fylgi.

Miðflokkurinn, sem var langstærstur eftir síðustu kosningar, er með fimmtán prósent, og hefur svipað fylgi og Finnaflokkurinn. Samstöðuflokkurinn er með rúm sautján prósent, Græningjar með ellefu prósent og Vinstri flokkurinn tæp níu.

Ef Jafnaðarmannaflokkurinn verður stærstu verðu það í fyrsta sinn í tuttugu ár sem Finnar verða leiddir af vinstrisinnuðum flokki. Þessar fyrstu tölur eru frá talningu á atkvæðum sem voru greidd utankjörfundar. Lokaniðurstaða kosninganna mun liggja fyrir á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×