Erlent

Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans.
Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. Vísir/ap
Slökkviliðinu í París tókst að forða meginhluta burðarvirkis Notre Dame dómkirkjunnar frá eyðileggingu og þá náði það einnig að koma allflestum minjum og listaverkum út úr kirkjunni í tæka tíð þökk sé góðri samhæfingu tæplega 400 slökkviliðsmanna í Frakklandi.

Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame sýna að altarið, helgasti hluti kirkjuhúsa, er heilt og krossinn stendur uppréttur.

Ljósmyndirnar sýna þá einnig eyðilegginguna á hveflingunni sem varð þegar turnspíran féll ofan í hana fyrir framan altarið.

Þetta er það sem blasir við að morgni þriðjudags en áfram verður unnið að því að meta umfang eyðileggingarinnar.

Fyrstu ljósmyndirnar innan úr Notre Dame.Vísir/ap
Verið er að meta skaðann á Notre Dame í París.Vísir/ap
Turnspíran féll ofan í hvelfinguna og olli eyðileggingu.Vísir/ap

Tengdar fréttir

Segja ó­ljóst hvort takist að bjarga Notre Dame

Talsmenn franska innanríkisráðuneytisins segja að það "sé ekki víst“ hvort það muni takast að bjarga Notre Dame eftir að gríðarmikill eldur kom upp í dómkirkjunni í kvöld.

Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða

Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna.

Notre Dame dómkirkjan brennur

Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×