Erlent

Mynd­band: Kirkju­spíran á Notre Dame hrundi

Atli Ísleifsson skrifar
Kirkjuspíran var reist á árunum 1220 til 1230.
Kirkjuspíran var reist á árunum 1220 til 1230. Getty

Kirkjuspíran á dómkirkjunni Notre Dame í París hrundi um kvöldmatarleytið í kvöld, en gríðarmikill eldur kom upp í kirkjunni í síðdegis í dag.

Eldurinn breiddist fljótt út um stærstan hluta kirkjunnar og hrundi þak byggingarinnar auk spírunnar. Slökkvistarf stendur enn yfir og er ljóst að gríðarmiklar skemmdir hafa orðið á kirkjunni.

Að neðan má sjá myndband af því þegar kirkjuspíran hrundi, en hún var 19.aldar endurgerð af upprunalegu spírunni sem var reist á árunum 1220 til 1230.

Fréttin hefur verið uppfærð

Að neðan má sjá myndband AP af brunanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.