Þrenna Perez sá um Southampton

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Perez fór á kostum í dag
Perez fór á kostum í dag vísir/getty
Newcastle vann nokkuð þægilegan sigur á Southampton á heimavelli í lokaleik dagsins í ensku úrvaldsdeildinni í fótbolta. Ayoze Perez skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Newcastle.Newcastle fór með sigrinum upp í 12. sæti deildarinnar en er þó tölfræðilega ekki búið að tryggja sæti sitt í deildinni því 10 stig eru niður í Cardiff sem getur fengið 12 stig úr þeim leikjum sem þeir eiga eftir.Rafael Benitez og hans menn þurfa þó ekki að hafa miklar áhyggjur af falli, tólfta sætið þegar þrjár umferðir eru eftir ætti að vera nokkuð öruggt, annað en Southampton sem er í 16. sæti, fimm stigum fyrir ofan Cardiff.Perez skoraði tvö mörk með fjögurra mínútna millibili um miðjan fyrri hálfleik og kom heimamönnum í þægilega stöðu.Gestirnir komu hins vegar af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn, enda eru þeir ekki sloppnir frá falli enn. Mario Lemina kom inn á af varamannabekknum í hálfleik og hann minnkaði muninn á 59. mínútu og setti spennu í leikinn.Perez tryggði þó sigur Newcastle með því að fullkomna þrennuna þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Lokastaðan 3-1 fyrir Newcastle.

Viðtal við Rafael Benitez


Viðtal við Ralph Hasenhuttl


Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.