Íslenski boltinn

Tveir bikarar fara á loft í dag

Hjörvar Ólafsson skrifar
Valur er Íslandsmeistari karla í fótbolta
Valur er Íslandsmeistari karla í fótbolta vísir/bára

Tveir titlar gætu komið í hús hjá Val í dag þegar karla- og kvennalið félagsins leika til úrslita, Valskonur í Lengjubikarnum og karlaliðið í Meistarakeppni KSÍ.

Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna í knattspyrnu er í dag en þar leika Breiðablik, sem varð tvöfaldur meistari á síðustu leiktíð, og Valur sem þykir til alls líklegt í deild og bikar í sumar.

Síðar um kvöldið mætir karlalið Vals liði Stjörnunnar í árlegum leik ríkjandi Íslands- og bikarmeistara í knattspyrnu karla, á heimavelli sínum. Líklegt er að þetta verði fyrsti keppnisleikur landsliðsmarkvarðarins Hannesar Þórs Halldórssonar eftir vistaskipti hans til ríkjandi Íslandsmeistaranna. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.