Íslenski boltinn

Tveir bikarar fara á loft í dag

Hjörvar Ólafsson skrifar
Valur er Íslandsmeistari karla í fótbolta
Valur er Íslandsmeistari karla í fótbolta vísir/bára
Tveir titlar gætu komið í hús hjá Val í dag þegar karla- og kvennalið félagsins leika til úrslita, Valskonur í Lengjubikarnum og karlaliðið í Meistarakeppni KSÍ.

Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna í knattspyrnu er í dag en þar leika Breiðablik, sem varð tvöfaldur meistari á síðustu leiktíð, og Valur sem þykir til alls líklegt í deild og bikar í sumar.

Síðar um kvöldið mætir karlalið Vals liði Stjörnunnar í árlegum leik ríkjandi Íslands- og bikarmeistara í knattspyrnu karla, á heimavelli sínum. Líklegt er að þetta verði fyrsti keppnisleikur landsliðsmarkvarðarins Hannesar Þórs Halldórssonar eftir vistaskipti hans til ríkjandi Íslandsmeistaranna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×