Innlent

Ósátt við störf bingóstjóra

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Það kom til handalögmála á Gullöldinni í Grafarvogi vegna starfa bingóstjóra.
Það kom til handalögmála á Gullöldinni í Grafarvogi vegna starfa bingóstjóra. Vísir/Vilhelm
Upphaf páskahelgarinnar var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þó var óskað eftir aðstoð lögreglu að Gullöldinni í Grafarvogi í nótt þar sem kona var ósátt við störf bingóstjóra á staðnum og sakaði hann um svindl.

Önnur kona á staðnum fannst vegið að bingóstjóranum og sló til hinnar konunnar. Ekki fylgdi með í skeyti lögreglu hvort einhver alvarleg meiðsli hafi hlotist af eða hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins.

Þá voru níu teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og voru fjórir af þeim sem stöðvaðir voru sviptir ökuréttindum og þrír voru án ökuréttinda. Þá voru tveir með fíkniefni í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×