Íslenski boltinn

Brynjar Björn hjá HK næstu þrjú árin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brynjar Björn verður áfram í Kórnum
Brynjar Björn verður áfram í Kórnum mynd/HK
Brynjar Björn Gunnarsson mun þjálfa PepsiMax-deildarlið HK næstu þrjú árin en hann framlengdi samning sinn við Kópavogsfélagið í dag.

Brynjar fór með HK upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili í fyrra en hann var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í þrjú ár fram að því ásamt því sem hann kom að þjálfun hjá enska úrvalsdeildarliðinu Reading þegar hann var á mála hjá liðinu sem leikmaður.

„Ég er mjög ánægður með að framlengja samning minn við HK. Félagið er á hraðri uppleið hvort heldur sem er innan vallar eða utan. Mikið er af ungum og efnilegum leikmönnum í yngri flokkum félagsins sem verður spennandi að fylgjast með og þjálfa í framtíðinni,“ sagði Brynjar Björn í tilkynningu frá félaginu í dag.

HK hefur leik í PepsiMax deild karla eftir rúma viku, laugardaginn 27. apríl, gegn FH í Kaplakrika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×