Íslenski boltinn

Brynjar Björn hjá HK næstu þrjú árin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brynjar Björn verður áfram í Kórnum
Brynjar Björn verður áfram í Kórnum mynd/HK

Brynjar Björn Gunnarsson mun þjálfa PepsiMax-deildarlið HK næstu þrjú árin en hann framlengdi samning sinn við Kópavogsfélagið í dag.

Brynjar fór með HK upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili í fyrra en hann var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í þrjú ár fram að því ásamt því sem hann kom að þjálfun hjá enska úrvalsdeildarliðinu Reading þegar hann var á mála hjá liðinu sem leikmaður.

„Ég er mjög ánægður með að framlengja samning minn við HK. Félagið er á hraðri uppleið hvort heldur sem er innan vallar eða utan. Mikið er af ungum og efnilegum leikmönnum í yngri flokkum félagsins sem verður spennandi að fylgjast með og þjálfa í framtíðinni,“ sagði Brynjar Björn í tilkynningu frá félaginu í dag.

HK hefur leik í PepsiMax deild karla eftir rúma viku, laugardaginn 27. apríl, gegn FH í Kaplakrika.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.