Ríkisstjórn Malí segir af sér eftir morð á 160 hirðingjum Andri Eysteinsson skrifar 19. apríl 2019 10:07 Soumeylou Boubeye Maiga hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2017. Getty/Nicolas Kovarik Forsætisráðherra Malí, Soumeylou Boubeye Maiga, hefur ásamt allri ríkisstjórn sinni stigið hliðar eftir að árásum og ofbeldi hafði aukist í landinu á undanförnum vikum. Vantrausttillaga var lögð fram gegn ríkisstjórninni síðasta miðvikudag en þingmenn hafa sagt að forsætisráðherran hafi ekki gert nóg til að reyna að bæta ástandið í landinu. BBC greinir frá. Forseti Malí, Ibrahim Keita sagði í yfirlýsingu að uppsögn Maiga og ríkisstjórnar hans hafi verið samþykkt. „Nýr forsætisráðherra verður skipaður mjög fljótlega og ný ríkisstjórn tekur við eftir að að viðræðum við alla flokka er lokið,“ sagði Keita forseti í yfirlýsingunni. Malí hefur glímt við mikinn ofbeldisvanda eftir að vígamenn sem kenna sig við íslamskt ríki náðu bólfestu í Sahara-héruðum í norðurhluta landsins árið 2012. Vígamennirnir hafa síðan dreift verulega úr sér í landinu. Tugir þúsunda mótmæltu í höfuðborginni Bamakó í upphafi mánaðar eftir að 160 hirðingjar úr Fulani þjóðarbrotinu, næst stærsta þjóðarbroti Malí, voru myrtir af árásarmönnum vopnuðum skotvopnum og sveðju. Talið er líklegt að árásarmennirnir hafi verið af þjóðarbrotinu Dogon en Fulani og Dogon þjóðarbrotin hafaa lengi vel eldað grátt silfur saman. Tugir þúsunda mótmæltu á götum úti og í kjölfarið var vantrausttillagan lögð fram sem nú hefur skilað því að Soumeylou Maiga forsætisráðherra hefur sagt af sér ásamt ríkisstjórn. Malí Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Forsætisráðherra Malí, Soumeylou Boubeye Maiga, hefur ásamt allri ríkisstjórn sinni stigið hliðar eftir að árásum og ofbeldi hafði aukist í landinu á undanförnum vikum. Vantrausttillaga var lögð fram gegn ríkisstjórninni síðasta miðvikudag en þingmenn hafa sagt að forsætisráðherran hafi ekki gert nóg til að reyna að bæta ástandið í landinu. BBC greinir frá. Forseti Malí, Ibrahim Keita sagði í yfirlýsingu að uppsögn Maiga og ríkisstjórnar hans hafi verið samþykkt. „Nýr forsætisráðherra verður skipaður mjög fljótlega og ný ríkisstjórn tekur við eftir að að viðræðum við alla flokka er lokið,“ sagði Keita forseti í yfirlýsingunni. Malí hefur glímt við mikinn ofbeldisvanda eftir að vígamenn sem kenna sig við íslamskt ríki náðu bólfestu í Sahara-héruðum í norðurhluta landsins árið 2012. Vígamennirnir hafa síðan dreift verulega úr sér í landinu. Tugir þúsunda mótmæltu í höfuðborginni Bamakó í upphafi mánaðar eftir að 160 hirðingjar úr Fulani þjóðarbrotinu, næst stærsta þjóðarbroti Malí, voru myrtir af árásarmönnum vopnuðum skotvopnum og sveðju. Talið er líklegt að árásarmennirnir hafi verið af þjóðarbrotinu Dogon en Fulani og Dogon þjóðarbrotin hafaa lengi vel eldað grátt silfur saman. Tugir þúsunda mótmæltu á götum úti og í kjölfarið var vantrausttillagan lögð fram sem nú hefur skilað því að Soumeylou Maiga forsætisráðherra hefur sagt af sér ásamt ríkisstjórn.
Malí Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira