Íslenski boltinn

Castillion lánaður til Fylkis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Castillion skoraði 17 mörk í 24 deildarleikjum með Víkingi R.
Castillion skoraði 17 mörk í 24 deildarleikjum með Víkingi R. vísir/anton

FH hefur lánað hollenska framherjann Geoffrey Castillion til Fylkis út tímabilið.

Castillion sló í gegn með Víkingi R. sumarið 2017 þegar hann skoraði ellefu mörk í 16 leikjum í Pepsi-deildinni.
Hann gekk í raðir FH fyrir síðasta tímabil en náði sér ekki á strik með Fimleikafélaginu og var lánaður til Víkings R. seinni hluta sumars. Þar skoraði hann sex mörk í átta deildarleikjum.

Alls hefur Castillion, sem er 27 ára, skorað 18 mörk í 34 leikjum í efstu deild hér á landi.

Castillion er uppalinn hjá Ajax en lék aðeins einn deildarleik með aðalliði félagsins. Auk heimalandsins og Íslands hefur hann leikið í Bandaríkjunum, Rúmeníu og Ungverjalandi.

Fylkir endaði í 8. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið sækir ÍBV heim í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar laugardaginn 27. apríl næstkomandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.