Íslenski boltinn

Castillion lánaður til Fylkis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Castillion skoraði 17 mörk í 24 deildarleikjum með Víkingi R.
Castillion skoraði 17 mörk í 24 deildarleikjum með Víkingi R. vísir/anton
FH hefur lánað hollenska framherjann Geoffrey Castillion til Fylkis út tímabilið.Castillion sló í gegn með Víkingi R. sumarið 2017 þegar hann skoraði ellefu mörk í 16 leikjum í Pepsi-deildinni.

Hann gekk í raðir FH fyrir síðasta tímabil en náði sér ekki á strik með Fimleikafélaginu og var lánaður til Víkings R. seinni hluta sumars. Þar skoraði hann sex mörk í átta deildarleikjum.Alls hefur Castillion, sem er 27 ára, skorað 18 mörk í 34 leikjum í efstu deild hér á landi.Castillion er uppalinn hjá Ajax en lék aðeins einn deildarleik með aðalliði félagsins. Auk heimalandsins og Íslands hefur hann leikið í Bandaríkjunum, Rúmeníu og Ungverjalandi.Fylkir endaði í 8. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið sækir ÍBV heim í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar laugardaginn 27. apríl næstkomandi.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.