Manchester United gæti misst bæði Ander Herrera og Juan Mata frá félaginu í sumar en þeir eru báðir að klára samninga sína hjá félaginu. Risafélög vilja þá báða.
Herrera er sagður nú þegar vera búinn að semja við frönsku meistarana í PSG en Mata er í viðræðum við Barcelona. Þeir eru báðir að renna út af samningi hjá United.
Þeir hafa getað rætt við önnur félög síðan fyrsta janáur en samningur þeirra rennur út í júní. Þeir hafa verið í viðræðum við United um nýjan samning en lítið sem ekkert komið út úr þeim viðræðum.
Mata gaf það í skyn í viðtali í janúar að hann saknaði heimalandins en sagði þó að hann væri að spila fyrir eitt stærsta félag í heiminum og hyggst Barcelona hugsa sér gott til glóðarinnar að geta fengið hann frítt.
Herrera sagður vera búinn að semja við PSG og Mata færist nær Barcelona
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið
Enski boltinn


Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld
Fótbolti

Chelsea búið að kaupa Garnacho
Enski boltinn

