Auðvelt hjá City sem eru komnir á toppinn Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2019 20:30 Leikmenn Man. City fagna. vísir/getty Manchester City er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni er liðið vann 2-0 sigur á Cardiff á heimavelli í kvöld. Það voru ekki liðnar nema sex mínútur er Englandsmeistararnir komust yfir. Markið skoraði Kevin De Bruyne eftir stoðsendingu frá miðverðinum Aymeric Laporte. Flestir héldu þá að flóðgáttirnar myndu opnast en City skoraði einungis eitt mark það sem eftir lifði leiksins. Það skoraði Leroy Sane á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Lokatölur 2-0. Aron Einar Gunnarsson var tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok en Cardiff er í fallsæti, 18. sæti. Þeir eru fimm stigum frá öruggu sæti. City er hins vegar á toppnum með eins stigs forskot á Liverpool. Liðin eiga sex leiki eftir svo það er rafmögnuð spenna framundan í deildinni. Enski boltinn
Manchester City er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni er liðið vann 2-0 sigur á Cardiff á heimavelli í kvöld. Það voru ekki liðnar nema sex mínútur er Englandsmeistararnir komust yfir. Markið skoraði Kevin De Bruyne eftir stoðsendingu frá miðverðinum Aymeric Laporte. Flestir héldu þá að flóðgáttirnar myndu opnast en City skoraði einungis eitt mark það sem eftir lifði leiksins. Það skoraði Leroy Sane á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Lokatölur 2-0. Aron Einar Gunnarsson var tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok en Cardiff er í fallsæti, 18. sæti. Þeir eru fimm stigum frá öruggu sæti. City er hins vegar á toppnum með eins stigs forskot á Liverpool. Liðin eiga sex leiki eftir svo það er rafmögnuð spenna framundan í deildinni.
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti