Trump skýtur á Biden vegna áreitnisásakana Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 12:17 Donald Trump og Joe Biden. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni. Ein segir hann hafa kysst sig á hnakkann árið 2014 og önnur segir hann hafa nuddað nefi sínu við nef hennar árið 2009.Biden neitar því að hafa hagað sér á ósæmandi hátt. Á fjáröflun fyrir Repúblikanaflokkinn í gær hélt Trump ræðu þar sem hann ræddi um forsetakosingarnar 2020. Líklegt þykir að Biden muni bjóða sig fram gegn Trump og var hann eini mótframbjóðandi forsetans sem hann nefndi á nafn. Það gerði Trump þegar hann var að segja frá því að hann hafi viljað kyssa hershöfðingja sem hann hitti í Írak. „Ég sagði; „Hershöfðingi, komdu hér og kysstu mig.“ Mér leið eins og Joe Biden en ég meinti það,“ sagði Trump við hlátur gesta fjáröflunarinnar.Seinna gaf Trump í skyn að sósíalistar og pólitískir andstæðingar Biden í Demókrataflokknum væru að reyna að klekja á honum með þessum ásökunum og hæddist að varaforsetanum fyrrverandi og sagðist hafa ætlað að hringja í varaforsetann fyrrverandi og spyrja hann hvort hann væri að skemmta sér.Sjálfur ítrekað sakaður um áreitni og kynferðisbrot Vel á annan tug kvenna hafa sakað Trump sjálfan um áreitni og kynferðisbrot. Nú síðast sagði Alva Johnson, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump, að hann hefði kysst hana gegn vilja hennar árið 2016. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Þá var birt myndband í aðdraganda kosninganna 2016 sem tekið var upp árið 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta meðal annars kysst konur og gripið í píkurnar á þeim í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÍ kjölfar birtingar myndbandsins gagnrýndi Biden Trump harðlega og sagði að ef þeir væru báðir í menntaskóla myndi hann draga Trump á bakvið íþróttahúsið og lemja hann.Sú umræða stakk kollinum aftur upp í fyrra eftir að Biden sagði aftur að ef þeir væru í menntaskóla myndi hann lemja Trump í klessu. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði að hann myndi lemja Biden, ekki öfugt.Hér má sjá nokkur af ummælum Trump frá ræðunni í gær. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni. Ein segir hann hafa kysst sig á hnakkann árið 2014 og önnur segir hann hafa nuddað nefi sínu við nef hennar árið 2009.Biden neitar því að hafa hagað sér á ósæmandi hátt. Á fjáröflun fyrir Repúblikanaflokkinn í gær hélt Trump ræðu þar sem hann ræddi um forsetakosingarnar 2020. Líklegt þykir að Biden muni bjóða sig fram gegn Trump og var hann eini mótframbjóðandi forsetans sem hann nefndi á nafn. Það gerði Trump þegar hann var að segja frá því að hann hafi viljað kyssa hershöfðingja sem hann hitti í Írak. „Ég sagði; „Hershöfðingi, komdu hér og kysstu mig.“ Mér leið eins og Joe Biden en ég meinti það,“ sagði Trump við hlátur gesta fjáröflunarinnar.Seinna gaf Trump í skyn að sósíalistar og pólitískir andstæðingar Biden í Demókrataflokknum væru að reyna að klekja á honum með þessum ásökunum og hæddist að varaforsetanum fyrrverandi og sagðist hafa ætlað að hringja í varaforsetann fyrrverandi og spyrja hann hvort hann væri að skemmta sér.Sjálfur ítrekað sakaður um áreitni og kynferðisbrot Vel á annan tug kvenna hafa sakað Trump sjálfan um áreitni og kynferðisbrot. Nú síðast sagði Alva Johnson, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump, að hann hefði kysst hana gegn vilja hennar árið 2016. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Þá var birt myndband í aðdraganda kosninganna 2016 sem tekið var upp árið 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta meðal annars kysst konur og gripið í píkurnar á þeim í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÍ kjölfar birtingar myndbandsins gagnrýndi Biden Trump harðlega og sagði að ef þeir væru báðir í menntaskóla myndi hann draga Trump á bakvið íþróttahúsið og lemja hann.Sú umræða stakk kollinum aftur upp í fyrra eftir að Biden sagði aftur að ef þeir væru í menntaskóla myndi hann lemja Trump í klessu. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði að hann myndi lemja Biden, ekki öfugt.Hér má sjá nokkur af ummælum Trump frá ræðunni í gær.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila