Ungir kórallar á hverfanda hveli eftir meiriháttar fölnun Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 08:56 Kórallar lifa í sambýli við þörunga. Þegar sjórinn hlýnar óvenjulega mikið í lengri tíma geta kórallarnir losað sig við þörungana og fölnað. Þá er hætta á að þeir drepist. Vísir/EPA Meiriháttar fölnun á Kóralrifinu mikla við Ástralíu árin 2016 og 2017 hefur leitt til þess að ungum kóröllum hefur fækkað um 89%. Vísindamenn segja að hlýnun hafsins hafi valdið hamförunum í kóralrifinu. Um tveir þriðju hlutar Kóralrifsins mikla á um 1.500 kílómetra löngum kafla skemmdust þegar hlýindin í hafinu ollu meiriháttar fölnun kóralla tvö ár í röð. Nú er talið að fölnunin þessi ár sé ástæða þess að lítil nýliðun varð í rifinu í fyrra. Grein um rannsókn á nýjum kóröllum í rifinu í fyrra birtist í vísindaritinu Nature í dag. „Dauðir kórallar búa ekki til börn,“ segir Terry Hughes, prófessor við James Cook-háskóla í Queensland í Ástralíu og aðalhöfundur greinarinnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Vísindamennirnir telja að rifið geti jafnað sig á fimm til tíu árum eigi frekari fölnun sér ekki stað í millitíðinni. Það er þó nánast óhugsandi vegna áframhaldandi hlýnun jarðar. Kórallar eru viðkvæmir fyrir hitastigsbreytingum. Þegar sjórinn hlýnar bregðast þeir við með því að losa sig við þörunga sem þeir eiga í samlífi við og fölna þannig. Vari hlýindin lengi geta kórallarnir drepist. Kóralrifið mikla er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Það er gríðarlega mikilvægt vistkerfum í hafinu og er líffræðilega fjölbreyttasti staðurinn á heimsminjaskránni. Andrew Baird, annar höfunda greinarinnar, segir staðbundnar aðgerðir til að bjarga rifinu dugi skammt. Eina lausnin sé að grípa til loftslagsaðgerða á heimsvísu. Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi. 21. júní 2017 16:43 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Meiriháttar fölnun á Kóralrifinu mikla við Ástralíu árin 2016 og 2017 hefur leitt til þess að ungum kóröllum hefur fækkað um 89%. Vísindamenn segja að hlýnun hafsins hafi valdið hamförunum í kóralrifinu. Um tveir þriðju hlutar Kóralrifsins mikla á um 1.500 kílómetra löngum kafla skemmdust þegar hlýindin í hafinu ollu meiriháttar fölnun kóralla tvö ár í röð. Nú er talið að fölnunin þessi ár sé ástæða þess að lítil nýliðun varð í rifinu í fyrra. Grein um rannsókn á nýjum kóröllum í rifinu í fyrra birtist í vísindaritinu Nature í dag. „Dauðir kórallar búa ekki til börn,“ segir Terry Hughes, prófessor við James Cook-háskóla í Queensland í Ástralíu og aðalhöfundur greinarinnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Vísindamennirnir telja að rifið geti jafnað sig á fimm til tíu árum eigi frekari fölnun sér ekki stað í millitíðinni. Það er þó nánast óhugsandi vegna áframhaldandi hlýnun jarðar. Kórallar eru viðkvæmir fyrir hitastigsbreytingum. Þegar sjórinn hlýnar bregðast þeir við með því að losa sig við þörunga sem þeir eiga í samlífi við og fölna þannig. Vari hlýindin lengi geta kórallarnir drepist. Kóralrifið mikla er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Það er gríðarlega mikilvægt vistkerfum í hafinu og er líffræðilega fjölbreyttasti staðurinn á heimsminjaskránni. Andrew Baird, annar höfunda greinarinnar, segir staðbundnar aðgerðir til að bjarga rifinu dugi skammt. Eina lausnin sé að grípa til loftslagsaðgerða á heimsvísu.
Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi. 21. júní 2017 16:43 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17
Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi. 21. júní 2017 16:43