Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2017 16:43 Verulegar skemmdir hafa orðið á kóralrifjum jarðarinnar í óvenjulegum hlýindum í höfunum síðustu árin. Vísir/EPA Hitabylgju í Indlandshafi sem hefur átt þátt í hnattrænni fölnun og dauða kórala undanfarin þrjú ár virðist vera að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) segir að merki sé um að fölnunarviðburðinum sé að ljúka. Fölnunarviðburðurinn hófst þegar höf víða um jörðina hlýnuðu mikið vegna El niño-veðurfyrirbærisins sem hófst árið 2015 og áframhaldandi hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. NOAA lýsti þá yfir hnattrænum fölnunarviðburði í aðeins þriðja skipti frá upphafi.Washington Post segir að um 70% allra kóralrifja á jörðinni hafi orðið fyrir barðinu á fölnun síðustu árin. Vísindamenn telji að fölnunarviðburðurinn nú sé hugsanlega sá stærsti sem sögur fara af. Nú gera spár NOAA ráð fyrir að hlýindunum í Indlandshafi sé að ljúka. Atlants- og Kyrrahafið eru engu að síður enn óvenjulega hlý. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir Kóralrifið mikla við Ástralíu og kórala við strendur Bandaríkjanna og í Karíbahafi.Gríðarlega mikilvægir vistkerfum í hafinuKóralar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir langavarandi sveiflu í hitastigi. Við óvenjuleg hlýindi eins og þau sem hafa verið viðvarandi síðustu árin losa þeir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og fölna þannig. Standi það ástand yfir lengi geta kóralarnir drepist. Getur það tekið kóralrif marga áratugi að jafna sig á slíkum viðburðum. Kóralrif eins og Kóralrifið mikla eru gríðarlega mikilvæg vistkerfum í hafinu en fjöldi annarra dýrategunda reiða sig á umhverfi kóralana. Loftslagsbreytingarnar sem nú eiga sér stað á jörðinni gætu þýtt að meiriháttar fölnunarviðburðir verði tíðari í framtíðinni með tilheyrandi afleiðingum fyrir kóralrifin og vistkerfi þeirra. Loftslagsmál Tengdar fréttir Kóralrifið mikla í bráðri hættu Niðurstaða nýrrar rannsóknar er vísindamönnum áfall. 9. apríl 2017 23:04 Kóralrifið mikla aldrei dáið jafn hratt og í ár Hækkandi hitastig sjávar vegna loftlagsbreytinga veldur þessu. 28. nóvember 2016 20:19 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Hitabylgju í Indlandshafi sem hefur átt þátt í hnattrænni fölnun og dauða kórala undanfarin þrjú ár virðist vera að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) segir að merki sé um að fölnunarviðburðinum sé að ljúka. Fölnunarviðburðurinn hófst þegar höf víða um jörðina hlýnuðu mikið vegna El niño-veðurfyrirbærisins sem hófst árið 2015 og áframhaldandi hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. NOAA lýsti þá yfir hnattrænum fölnunarviðburði í aðeins þriðja skipti frá upphafi.Washington Post segir að um 70% allra kóralrifja á jörðinni hafi orðið fyrir barðinu á fölnun síðustu árin. Vísindamenn telji að fölnunarviðburðurinn nú sé hugsanlega sá stærsti sem sögur fara af. Nú gera spár NOAA ráð fyrir að hlýindunum í Indlandshafi sé að ljúka. Atlants- og Kyrrahafið eru engu að síður enn óvenjulega hlý. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir Kóralrifið mikla við Ástralíu og kórala við strendur Bandaríkjanna og í Karíbahafi.Gríðarlega mikilvægir vistkerfum í hafinuKóralar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir langavarandi sveiflu í hitastigi. Við óvenjuleg hlýindi eins og þau sem hafa verið viðvarandi síðustu árin losa þeir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og fölna þannig. Standi það ástand yfir lengi geta kóralarnir drepist. Getur það tekið kóralrif marga áratugi að jafna sig á slíkum viðburðum. Kóralrif eins og Kóralrifið mikla eru gríðarlega mikilvæg vistkerfum í hafinu en fjöldi annarra dýrategunda reiða sig á umhverfi kóralana. Loftslagsbreytingarnar sem nú eiga sér stað á jörðinni gætu þýtt að meiriháttar fölnunarviðburðir verði tíðari í framtíðinni með tilheyrandi afleiðingum fyrir kóralrifin og vistkerfi þeirra.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Kóralrifið mikla í bráðri hættu Niðurstaða nýrrar rannsóknar er vísindamönnum áfall. 9. apríl 2017 23:04 Kóralrifið mikla aldrei dáið jafn hratt og í ár Hækkandi hitastig sjávar vegna loftlagsbreytinga veldur þessu. 28. nóvember 2016 20:19 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Kóralrifið mikla í bráðri hættu Niðurstaða nýrrar rannsóknar er vísindamönnum áfall. 9. apríl 2017 23:04
Kóralrifið mikla aldrei dáið jafn hratt og í ár Hækkandi hitastig sjávar vegna loftlagsbreytinga veldur þessu. 28. nóvember 2016 20:19