Segja að Pogba heimti ellefu milljónir á dag til að vera áfram hjá Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2019 10:00 Vinirnir Paul Pogba og Romelu Lukaku voru ekki alveg sáttir í síðasta leik. Getty/Marc Atkins Vangaveltur um framtíð Paul Pogba eru enn á ný á síðum ensku blaðanna í dag en mikið hefur verið skrifað um áhuga leikmannsins að fara til Real Madrid. Pogba hefur gert flotta hluti inn á vellinum eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við af Jose Mourinho en eftir að umræðan um Real Madrid fór á flug þá hefur verið minna um mörk og stoðsendingar hjá Frakkanum öfluga. Ole Gunnar hefur sagt að Pogba sé ánægður hjá Manchester United og Pogba sóttist sjálfur eftir því að Solskjær yrði fastráðinn í stjórastólinn á Old Trafford. Í morgun er því síðan slegið upp í slúðurblöðunum Daily Mail og Sun að Paul Pogba heimti 500 þúsund pund í vikulaun vilji Manchester United halda honum hjá félaginu.Manchester United to 'begin talks' with Paul Pogba over new deal amid Real Madrid interest but he wants eye-watering £500,000-per-week https://t.co/t8GytCsCiupic.twitter.com/X7aQSKbRhN — MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2019500 þúsund pund á viku eru rúmar 78 milljónir íslenskra króna sem þýddi að Frakkinn væri þá með meira en ellefu milljónir í laun á dag. Það er draumur margra knattspyrnumanna að spila fyrir Real Madrid og Pogba hefur ekkert falið það þegar hann hefur verið spurður beint út í áhuga spænska félagsins. Paul Pogba er hins vegar með samning til 30. júní 2021 eða í tvö tímabil í viðbóta. Það er aftur á móti ljóst að ef hann framlengir ekki samning sinn fljótlega þá munu ensku fjölmiðlarnir smjatta á vangaveltum um framtíð hans næstu mánuðina.Paul Pogba is reportedly set to demand a huge wage increase if he is to remain at Manchester United. It's the latest gossip https://t.co/vl4tu005bFpic.twitter.com/NA2oJwng4L — BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2019Pogba er með 11 mörk og 9 stoðsendinga í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann hefur ekki komið að marki í síðustu fjórum deildarleikjum United-liðsins. Í fyrstu níu deildarleikjunum undir stjórn Ole Gunnars Solskjær kom hann með beinum hætti að þrettán mörkum (8 mörk og 5 stoðsendingar). Manchester United hefur tapað tveimur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum þar á meðal 2-1 á móti Wolves í þessari viku. Fyrir vikið er liðið nú aftur komið niður í sjötta sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Vangaveltur um framtíð Paul Pogba eru enn á ný á síðum ensku blaðanna í dag en mikið hefur verið skrifað um áhuga leikmannsins að fara til Real Madrid. Pogba hefur gert flotta hluti inn á vellinum eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við af Jose Mourinho en eftir að umræðan um Real Madrid fór á flug þá hefur verið minna um mörk og stoðsendingar hjá Frakkanum öfluga. Ole Gunnar hefur sagt að Pogba sé ánægður hjá Manchester United og Pogba sóttist sjálfur eftir því að Solskjær yrði fastráðinn í stjórastólinn á Old Trafford. Í morgun er því síðan slegið upp í slúðurblöðunum Daily Mail og Sun að Paul Pogba heimti 500 þúsund pund í vikulaun vilji Manchester United halda honum hjá félaginu.Manchester United to 'begin talks' with Paul Pogba over new deal amid Real Madrid interest but he wants eye-watering £500,000-per-week https://t.co/t8GytCsCiupic.twitter.com/X7aQSKbRhN — MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2019500 þúsund pund á viku eru rúmar 78 milljónir íslenskra króna sem þýddi að Frakkinn væri þá með meira en ellefu milljónir í laun á dag. Það er draumur margra knattspyrnumanna að spila fyrir Real Madrid og Pogba hefur ekkert falið það þegar hann hefur verið spurður beint út í áhuga spænska félagsins. Paul Pogba er hins vegar með samning til 30. júní 2021 eða í tvö tímabil í viðbóta. Það er aftur á móti ljóst að ef hann framlengir ekki samning sinn fljótlega þá munu ensku fjölmiðlarnir smjatta á vangaveltum um framtíð hans næstu mánuðina.Paul Pogba is reportedly set to demand a huge wage increase if he is to remain at Manchester United. It's the latest gossip https://t.co/vl4tu005bFpic.twitter.com/NA2oJwng4L — BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2019Pogba er með 11 mörk og 9 stoðsendinga í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann hefur ekki komið að marki í síðustu fjórum deildarleikjum United-liðsins. Í fyrstu níu deildarleikjunum undir stjórn Ole Gunnars Solskjær kom hann með beinum hætti að þrettán mörkum (8 mörk og 5 stoðsendingar). Manchester United hefur tapað tveimur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum þar á meðal 2-1 á móti Wolves í þessari viku. Fyrir vikið er liðið nú aftur komið niður í sjötta sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira