Þingmenn þrátta um innihald í opnum orkupakka Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2019 20:32 Útlit er fyrir að fyrstu umræður um mál sem tengjast þriðja orkupakkann standi að minnsta kosti alla þessa viku á Alþingi. Andstæðingar málsins eru sakaðir um að fara með rangt mál og sá tortryggni. Þingmenn eiga eftir að ræða tvö frumvörp og tvær þingsályktanir frá ríkisstjórninni vegna þriðja orkupakkans og hafa frá því um miðjan dag í gær ekki náð að klára fyrri umræðu í annarri þingsályktuninni. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins er einn andstæðinga málsins sem vara við framsali þjóðarinnar á sjálfsákvörðunarrétti og efast um að orkupakkinn standist stjórnarskrá. „Og það er alveg kristaltært ef fyrirtæki eins og til dæmis þýski raforkurisinn Eon hefur tæknilegan undirbúning að rafstreng frá Ísland þá dugir það ekkert fyrir okkur að mótmæla því,” sagði Birgir. Reyndar eru fyrirvarar í frumvörpunum um að sæstrengur verði aldrei lagður, hvorki af innlendum né erlendum aðilum, nema Alþingi taki um það ákvörðun með lögum og hefur Evrópusambandið tekið undir þann skilning í viðræðum við utanríkisráðherra. „Málið verður á valdsviði Evrópusambandsins og það er hugsanlegt að þetta stangist á við EES samninginn um magntakmarkanir á inn og útflutningi,” sagði Birgir. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Birgi ekki hafa neitt fyrir sér í málflutningi sínum. „Þetta eru bara einhverjar áhyggjur. Ég get alveg eins haft áhyggjur af því að sólardögum fækkaði ef við innleiddum þennan orkupakka. Ég hef ekkert fyrir mér í því. Þarna er bara verið að sá endalaust tortryggni. Velta upp einhverjum hlutum. Það er ekkert í þessu sem sviftir okkur forræði yfir orkulindunum. Skyldar okkur ekkert til að fara inn í þennan orkumarkað. Fjöldi þingmanna hefur tekið til máls um orkupakkann sem flestir þingmenn allra flokka nema Miðflokksins og Flokks fólksins styðja. Með sama áframhaldi er afar ólíklegt að fyrstu umræðum um málin fjögur ljúki í þessari viku en þingfundur mun standa fram á kvöld. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38 Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Útlit er fyrir að fyrstu umræður um mál sem tengjast þriðja orkupakkann standi að minnsta kosti alla þessa viku á Alþingi. Andstæðingar málsins eru sakaðir um að fara með rangt mál og sá tortryggni. Þingmenn eiga eftir að ræða tvö frumvörp og tvær þingsályktanir frá ríkisstjórninni vegna þriðja orkupakkans og hafa frá því um miðjan dag í gær ekki náð að klára fyrri umræðu í annarri þingsályktuninni. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins er einn andstæðinga málsins sem vara við framsali þjóðarinnar á sjálfsákvörðunarrétti og efast um að orkupakkinn standist stjórnarskrá. „Og það er alveg kristaltært ef fyrirtæki eins og til dæmis þýski raforkurisinn Eon hefur tæknilegan undirbúning að rafstreng frá Ísland þá dugir það ekkert fyrir okkur að mótmæla því,” sagði Birgir. Reyndar eru fyrirvarar í frumvörpunum um að sæstrengur verði aldrei lagður, hvorki af innlendum né erlendum aðilum, nema Alþingi taki um það ákvörðun með lögum og hefur Evrópusambandið tekið undir þann skilning í viðræðum við utanríkisráðherra. „Málið verður á valdsviði Evrópusambandsins og það er hugsanlegt að þetta stangist á við EES samninginn um magntakmarkanir á inn og útflutningi,” sagði Birgir. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Birgi ekki hafa neitt fyrir sér í málflutningi sínum. „Þetta eru bara einhverjar áhyggjur. Ég get alveg eins haft áhyggjur af því að sólardögum fækkaði ef við innleiddum þennan orkupakka. Ég hef ekkert fyrir mér í því. Þarna er bara verið að sá endalaust tortryggni. Velta upp einhverjum hlutum. Það er ekkert í þessu sem sviftir okkur forræði yfir orkulindunum. Skyldar okkur ekkert til að fara inn í þennan orkumarkað. Fjöldi þingmanna hefur tekið til máls um orkupakkann sem flestir þingmenn allra flokka nema Miðflokksins og Flokks fólksins styðja. Með sama áframhaldi er afar ólíklegt að fyrstu umræðum um málin fjögur ljúki í þessari viku en þingfundur mun standa fram á kvöld.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38 Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38
Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00
Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53
Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15
Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19