Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2019 15:53 Þorsteinn segir algerlega óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann við annan mann sitji á svikráðum við þjóð sína. Þorsteinn Víglundsson, steig í ræðupúlt þingsins eftir hádegi í dag og það var verulega þungt hljóðið í varaformanni Viðreisnar. En, þingmenn hafa í dag sem og í gær verið að ræða mál málanna, nefnilega þriðja orkupakkann. Verulega er farið að hitna í kolum vegna þess máls. Ræða Þorsteins má vera til marks um það.Óþolandi ásakanir um svikráð Þorsteinn benti á að ábyrgð þingmanna væri mikil. Þeir hefðu skuldbundið sig til að vinna að heill þjóðarinnar. Ábyrgðin sneri ekki síst að því hvernig þeir hagi störfum sínum, hvernig þeir hagi tali sínu og upplýsingagjöf til þjóðarinnar. Hann beindi þá orðum sínum að þingmönnum Miðflokksins, án þess þó að nefna þá á nafn. „Það veldur manni þess vegna alveg ólýsanlegum vonbrigðum þegar maður horfir uppá þingmenn halda hér fram slíkum rangfærslum sem haldið hefur verið fram hér um það mál sem nú er til umræðu í þinginu. Um 3. orkupakkann. Þegar umræðan loks er hafin þá kemur svo berlega í ljós hversu innistæðulausar fullyrðingarnar til þessa hafa verið. Við erum búin að sitja hér undir árásum af hálfu ákveðinna aðila og afla í samfélaginu um að þingmenn hér í þessum sal sitji að einhvers konar svikráðum við þjóðina með að styðja þetta mál. Að hér sé verið að brjóta gegn stjórnarskrá, hér sé verið framselja auðlendur í hendur erlendra afla og svo fram eftir götunum,“ sagði Þorsteinn. Lítið gefið fyrir drengskaparheitið Hann bætti því að það kæmi á daginn þá er þessir sömu aðilar tækju til máls á þinginu og ræddu málið efnislega að þá væri ekki nokkur leið að rökstyðja þær fullyrðingar sem settar hafa verið fram. „Það væri óskandi að menn vönduðu betur málflutning sinn í þessum málum. Og það er algerlega óþolandi sem þingmaður að sitja undir ásökunum um að ganga á bak drengskaparheiti sínu við stjórnarskrá Íslands. Að sitja hér á svikráðum við þjóðina með því að styðja við það mál sem 3. orkupakkinn snýst um. Sem í öllum einfaldleika er neytendavernd fyrir allan almenning í orkumálum.“ Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, steig í ræðupúlt þingsins eftir hádegi í dag og það var verulega þungt hljóðið í varaformanni Viðreisnar. En, þingmenn hafa í dag sem og í gær verið að ræða mál málanna, nefnilega þriðja orkupakkann. Verulega er farið að hitna í kolum vegna þess máls. Ræða Þorsteins má vera til marks um það.Óþolandi ásakanir um svikráð Þorsteinn benti á að ábyrgð þingmanna væri mikil. Þeir hefðu skuldbundið sig til að vinna að heill þjóðarinnar. Ábyrgðin sneri ekki síst að því hvernig þeir hagi störfum sínum, hvernig þeir hagi tali sínu og upplýsingagjöf til þjóðarinnar. Hann beindi þá orðum sínum að þingmönnum Miðflokksins, án þess þó að nefna þá á nafn. „Það veldur manni þess vegna alveg ólýsanlegum vonbrigðum þegar maður horfir uppá þingmenn halda hér fram slíkum rangfærslum sem haldið hefur verið fram hér um það mál sem nú er til umræðu í þinginu. Um 3. orkupakkann. Þegar umræðan loks er hafin þá kemur svo berlega í ljós hversu innistæðulausar fullyrðingarnar til þessa hafa verið. Við erum búin að sitja hér undir árásum af hálfu ákveðinna aðila og afla í samfélaginu um að þingmenn hér í þessum sal sitji að einhvers konar svikráðum við þjóðina með að styðja þetta mál. Að hér sé verið að brjóta gegn stjórnarskrá, hér sé verið framselja auðlendur í hendur erlendra afla og svo fram eftir götunum,“ sagði Þorsteinn. Lítið gefið fyrir drengskaparheitið Hann bætti því að það kæmi á daginn þá er þessir sömu aðilar tækju til máls á þinginu og ræddu málið efnislega að þá væri ekki nokkur leið að rökstyðja þær fullyrðingar sem settar hafa verið fram. „Það væri óskandi að menn vönduðu betur málflutning sinn í þessum málum. Og það er algerlega óþolandi sem þingmaður að sitja undir ásökunum um að ganga á bak drengskaparheiti sínu við stjórnarskrá Íslands. Að sitja hér á svikráðum við þjóðina með því að styðja við það mál sem 3. orkupakkinn snýst um. Sem í öllum einfaldleika er neytendavernd fyrir allan almenning í orkumálum.“
Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00
Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19