Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2019 15:38 Mikill hiti er að færast í umræðunni um þriðja orkupakkann. Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál til að ala á ótta og skora keilur hjá þeim hinum óupplýstu. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sakar Þorstein Sæmundsson, starfandi þingflokksformann Miðflokksins, um að fara vísvitandi með rangt mál í þeim tilgangi að ala á ótta og skora stig hjá þeim sem vita ekki betur. Þann málflutning segir Smári Þorstein viðhafa í tengslum við umræðu um 3. orkupakkann. „Ég stóð við hlið Þorsteins Sæmundssonar áðan, en báðir vorum við í viðtali við RÚV vegna þriðja orkupakkans. Þá hélt Þorsteinn, sem er einn varaforseta Alþingis, því fram að það væri einhvernveginn vafasamt að ríkisstjórnin bæri þetta fram sem þingsályktunartillögu frekar en lagafrumvarp, því þá væru bara tvær umræður frekar en þrjár og engin undirskrift forseta. En þetta veit hann að er algjörlega út í hött, og hann spilar þarna mjög vísvitandi inn á vanþekkingu fólks á ferlum Alþingis, í þeim tilgangi að ala á hræðslu og skora einhver stig hjá fólki sem hefur gleypt við áróðrinum,“ segir Smári á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu.Þetta veit Þorsteinn Ekki ætti að þurfa að hafa um það mörg orð hversu alvarlegar ásakanir þetta mega heita. En þær mega vera til marks um að verulegur hiti er og hefur verið að færast í umræðuna um orkupakkann. Víst er að stjórnarandstaðan á þingi stillir ekki saman strengi sína í aðhaldi við ríkisstjórnarflokkana með þessu áframhaldi. Smári segir samþykki Alþingis fyrir því að taka upp „gerðir í EES samninginn er hvorki lög né jafngildi laga, þannig að það myndi ekki meika sense að taka gerðir upp með lögum. Það er aldrei gert. Þetta veit Þorsteinn.“ Smári segir jafnframt að þriðji orkupakkinn sé ekki bara ein þingsályktunartillaga; „heldur ein slík um að taka upp tilskipanirnar í samninginn, og svo tvö lagafrumvörp (með þremur umræðum og undirskrift forseta) til að innleiða breytingarnar (sem snúast aðallega um neytendavernd), og svo önnur þingsályktunartillaga um að breyta aðeins stefnu stjórnvalda um uppbyggingu raforkukerfisins til samræmis við allt hitt.“ Þetta veit Þorsteinn Þannig er þetta, að sögn Smára, hvorki meira né minna en tíu mismunandi umræður, lágmark fjögur nefndarálit, tvær undirskriftir forseta, og fleira til. „Þetta veit Þorsteinn.“ Smári vill meina að þriðji orkupakkinn sé fínn. Það sé „ljóta leyndarmálið“, snúist um neytendavernd og eftirlit með eftirlit með fyrirtækjum í orkuframleiðslu. „Hann snýst ekki um raforkusæstrengi eða framsal ríkisvalds eða neitt slíkt. Því miður hefur Miðflokkurinn ákveðið að þetta sé hundaflautan sem þau vilja spila á til að grafa undan EES samningnum, en það virðist vera aðal markmið þeirra. Þetta veit Þorsteinn.“ Sjá má Facebookfærslu Smára hér neðar en hún hefur þegar vakið mikla athygli. Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Píratar Þriðji orkupakkinn Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sakar Þorstein Sæmundsson, starfandi þingflokksformann Miðflokksins, um að fara vísvitandi með rangt mál í þeim tilgangi að ala á ótta og skora stig hjá þeim sem vita ekki betur. Þann málflutning segir Smári Þorstein viðhafa í tengslum við umræðu um 3. orkupakkann. „Ég stóð við hlið Þorsteins Sæmundssonar áðan, en báðir vorum við í viðtali við RÚV vegna þriðja orkupakkans. Þá hélt Þorsteinn, sem er einn varaforseta Alþingis, því fram að það væri einhvernveginn vafasamt að ríkisstjórnin bæri þetta fram sem þingsályktunartillögu frekar en lagafrumvarp, því þá væru bara tvær umræður frekar en þrjár og engin undirskrift forseta. En þetta veit hann að er algjörlega út í hött, og hann spilar þarna mjög vísvitandi inn á vanþekkingu fólks á ferlum Alþingis, í þeim tilgangi að ala á hræðslu og skora einhver stig hjá fólki sem hefur gleypt við áróðrinum,“ segir Smári á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu.Þetta veit Þorsteinn Ekki ætti að þurfa að hafa um það mörg orð hversu alvarlegar ásakanir þetta mega heita. En þær mega vera til marks um að verulegur hiti er og hefur verið að færast í umræðuna um orkupakkann. Víst er að stjórnarandstaðan á þingi stillir ekki saman strengi sína í aðhaldi við ríkisstjórnarflokkana með þessu áframhaldi. Smári segir samþykki Alþingis fyrir því að taka upp „gerðir í EES samninginn er hvorki lög né jafngildi laga, þannig að það myndi ekki meika sense að taka gerðir upp með lögum. Það er aldrei gert. Þetta veit Þorsteinn.“ Smári segir jafnframt að þriðji orkupakkinn sé ekki bara ein þingsályktunartillaga; „heldur ein slík um að taka upp tilskipanirnar í samninginn, og svo tvö lagafrumvörp (með þremur umræðum og undirskrift forseta) til að innleiða breytingarnar (sem snúast aðallega um neytendavernd), og svo önnur þingsályktunartillaga um að breyta aðeins stefnu stjórnvalda um uppbyggingu raforkukerfisins til samræmis við allt hitt.“ Þetta veit Þorsteinn Þannig er þetta, að sögn Smára, hvorki meira né minna en tíu mismunandi umræður, lágmark fjögur nefndarálit, tvær undirskriftir forseta, og fleira til. „Þetta veit Þorsteinn.“ Smári vill meina að þriðji orkupakkinn sé fínn. Það sé „ljóta leyndarmálið“, snúist um neytendavernd og eftirlit með eftirlit með fyrirtækjum í orkuframleiðslu. „Hann snýst ekki um raforkusæstrengi eða framsal ríkisvalds eða neitt slíkt. Því miður hefur Miðflokkurinn ákveðið að þetta sé hundaflautan sem þau vilja spila á til að grafa undan EES samningnum, en það virðist vera aðal markmið þeirra. Þetta veit Þorsteinn.“ Sjá má Facebookfærslu Smára hér neðar en hún hefur þegar vakið mikla athygli.
Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Píratar Þriðji orkupakkinn Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira