Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 30. mars 2019 20:17 Þúsundir mótmælenda safnast saman við landamæri Gasa og Ísrael. Getty/Lior Mizrahi Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael, en mótmælin mörkuðu árs afmæli mótmælanna, en þau hófust þann 30. mars 2018. Mótmælendur brenndu dekk og köstuðu steinum, sem ísraelska varnarliðið, IDF, svaraði með kúlnaregni og táragasi. Tveir mótmælendur létu lífið samkvæmt palestínskum yfirvöldum, sem báðir voru 17 ára gamlir piltar, og sá þriðji lést í nótt, en tugir særðust. Mótmælendur krefjast þess að palestínskir flóttamenn geti snúið aftur til heimalands síns, sem nú er á valdi Ísraelsríkis. Að minnsta kosti 189 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hafa látið lífið í tengslum við mótmælin frá því í mars og þar til í desember 2018, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hefur komist að því að af þeim 189 sem látist hafa hafi 35 verið börn, þrír merktir sjúkraliðar og tveir merktir fréttamenn. Ísraelska varnarliðið sagði að minnsta kosti 40.000 mótmælendur hafa safnast saman, en nokkur þúsund ísraelskra hermanna voru sendir að landamærunum. Mótmælin hafa verið studd af Hamas samtökunum sem nú fara með stjórn Gasa en þau hafa lýst því yfir að þau myndu reyna að halda mótmælendum í öruggri fjarlægð frá landamæramúrnum. Sáttasemjarar frá Sameinuðu þjóðunum og Egyptalandi hafa reynt að koma í veg fyrir að mótmælin stigmagnist en mótmælin voru eldheit vegna árása Ísraels á Gasa svæðið í liðinni viku, eftir að Palestínskar hersveitir skutu flaugum inn á landsvæði Ísrael. Fregnir hafa borist frá Palestínu um að Egypskir sáttasemjarar séu á góðri leið með að ná fram samkomulagi um vopnahlé á milli Palestínu og Ísrael. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Ísland hafa gengið fram með 6. október 2018 19:30 Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Avigdor Liberman segir hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár með því að veita Hamasliðum alvarlegt högg. 16. október 2018 10:54 Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gær. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. 15. júlí 2018 08:06 Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael, en mótmælin mörkuðu árs afmæli mótmælanna, en þau hófust þann 30. mars 2018. Mótmælendur brenndu dekk og köstuðu steinum, sem ísraelska varnarliðið, IDF, svaraði með kúlnaregni og táragasi. Tveir mótmælendur létu lífið samkvæmt palestínskum yfirvöldum, sem báðir voru 17 ára gamlir piltar, og sá þriðji lést í nótt, en tugir særðust. Mótmælendur krefjast þess að palestínskir flóttamenn geti snúið aftur til heimalands síns, sem nú er á valdi Ísraelsríkis. Að minnsta kosti 189 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hafa látið lífið í tengslum við mótmælin frá því í mars og þar til í desember 2018, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hefur komist að því að af þeim 189 sem látist hafa hafi 35 verið börn, þrír merktir sjúkraliðar og tveir merktir fréttamenn. Ísraelska varnarliðið sagði að minnsta kosti 40.000 mótmælendur hafa safnast saman, en nokkur þúsund ísraelskra hermanna voru sendir að landamærunum. Mótmælin hafa verið studd af Hamas samtökunum sem nú fara með stjórn Gasa en þau hafa lýst því yfir að þau myndu reyna að halda mótmælendum í öruggri fjarlægð frá landamæramúrnum. Sáttasemjarar frá Sameinuðu þjóðunum og Egyptalandi hafa reynt að koma í veg fyrir að mótmælin stigmagnist en mótmælin voru eldheit vegna árása Ísraels á Gasa svæðið í liðinni viku, eftir að Palestínskar hersveitir skutu flaugum inn á landsvæði Ísrael. Fregnir hafa borist frá Palestínu um að Egypskir sáttasemjarar séu á góðri leið með að ná fram samkomulagi um vopnahlé á milli Palestínu og Ísrael.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Ísland hafa gengið fram með 6. október 2018 19:30 Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Avigdor Liberman segir hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár með því að veita Hamasliðum alvarlegt högg. 16. október 2018 10:54 Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gær. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. 15. júlí 2018 08:06 Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10
Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Ísland hafa gengið fram með 6. október 2018 19:30
Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Avigdor Liberman segir hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár með því að veita Hamasliðum alvarlegt högg. 16. október 2018 10:54
Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32
Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gær. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. 15. júlí 2018 08:06
Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15