Erlent

Arabaleiðtogar fordæma ákvörðun Trump um Gólanhæðir

Kjartan Kjartansson skrifar
Salman Sádakonungur mælti gegn ákvörðun Trump um Gólanhæðir við upphaf leiðtogafundarins.
Salman Sádakonungur mælti gegn ákvörðun Trump um Gólanhæðir við upphaf leiðtogafundarins. Vísir/EPA
Leiðtogar á fundi Arababandalagsins sem fer fram í Túnis sameinuðust um að fordæma ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum í Sýrlandi. Þeir telja einnig aðstöðugleiki í Miðausturlöndum velti á því að Palestínumenn fái eigið ríki.

Trump skrifaði undir yfirlýsingum viðurkenninguna þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti hann í síðustu viku. Ísraelar hernámu Gólanhæðir í sex daga stríðinu árið 1967 og innlimuðu í trássi við alþjóðasamfélagið árið 1981.

Reuters-fréttastofan segir að Salman bin Abdulaziz, konungur Sádi-Arabíu, hafi sagt leiðtogunum á fundinum að Sádar höfnuðu algerlega aðgerðum sem hefðu áhrif á fullveldi Sýrlendingar yfir Gólanhæðum. Í sama streng tóku aðrir ráðamenn arabaríkja á fundinum.

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ávarpaði fundinn og sagði að lausn á átökunum í Sýrlandi yrði að tryggja að einingu landsins, þar á meðal Gólanhæðanna hernumndu.


Tengdar fréttir

Ákvörðun Trumps ergir

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Barein, Katar, Kúveit og Íran fordæmdu í gær ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að viðurkenna fullveldi Ísraelsríkis yfir Gólanhæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×