Innlent

Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/vilhelm

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. Í tilkynningu frá sambandinu segir að réttur til verkfalls sé „óvéfengdur“.

„Það er grundvallarréttur vinnandi fólks að bindast samtökum og leggja niður vinnu til að knýja á um bætt kjör. Sá réttur er óvéfengdur og allar tilraunir til að grafa undan honum með verkfallsbrotum er alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks,“ segir í tilkynningu ASÍ.

Hvetur ASÍ félagsmenn allra aðildarsamtaka sinna til að virða aðgerðir félaganna og koma í veg fyrir að verkfallsbrot verði framin.

Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR eru áætlaðar á föstudag en þær ná til starfsfólks á hótelum og hjá rútufyrirtækjum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.