Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. mars 2019 06:45 Tæplega þúsund myndu taka þátt i aðgerðum VR. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Staðan er okkur í VR mjög þungbær. Það er erfitt að vera í átakaferli til að reyna að þrýsta mönnum að samningaborðinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaramálunum. Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. Lokatilraun til að afstýra verkfallinu verður gerð hjá ríkissáttasemjara á morgun. Ragnar segir að ekki sé tilefni til bjartsýni um árangur þess fundar. Hann hafi rætt við framkvæmdastjóra SA um hvað þyrfti að gerast til að aðilar settust niður og forðuðu þessu frá átökum. „Þeir eru bara ekki tilbúnir til að hreyfa sig. Þeir ætla sér ekki að semja við verkalýðshreyfinguna heldur fara í stríð.“ Samflot iðnaðarmanna sleit viðræðum sínum við SA í gær og Starfsgreinasambandið í fyrradag. „Þetta erum ekki bara við sem erum að lenda á þessum vegg hjá SA heldur öll verkalýðshreyfingin. Þannig að þessi forysta SA er að stórskaða hér samfélagið algjörlega að óþörfu og af mikilli óbilgirni,“ segir hann. Ragnar Þór segir málin vitanlega leysast að lokum. Mikill vilji sé til staðar við borðið nema á einum stað. „Þetta er alfarið mál sem er á herðum SA að leysa. Við erum búin að nálgast þá með margvíslegum hætti með möguleika á lausnum. Mér finnst stjórnvöld hafa verið mjög lausnamiðuð í þessu en SA hafa verið algjörlega föst fyrir að bjóða upp á kaupmáttarrýrnun og stórkostlega skerðingu á réttindum okkar,“ segir Ragnar Þór, formaður VR. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
„Staðan er okkur í VR mjög þungbær. Það er erfitt að vera í átakaferli til að reyna að þrýsta mönnum að samningaborðinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaramálunum. Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. Lokatilraun til að afstýra verkfallinu verður gerð hjá ríkissáttasemjara á morgun. Ragnar segir að ekki sé tilefni til bjartsýni um árangur þess fundar. Hann hafi rætt við framkvæmdastjóra SA um hvað þyrfti að gerast til að aðilar settust niður og forðuðu þessu frá átökum. „Þeir eru bara ekki tilbúnir til að hreyfa sig. Þeir ætla sér ekki að semja við verkalýðshreyfinguna heldur fara í stríð.“ Samflot iðnaðarmanna sleit viðræðum sínum við SA í gær og Starfsgreinasambandið í fyrradag. „Þetta erum ekki bara við sem erum að lenda á þessum vegg hjá SA heldur öll verkalýðshreyfingin. Þannig að þessi forysta SA er að stórskaða hér samfélagið algjörlega að óþörfu og af mikilli óbilgirni,“ segir hann. Ragnar Þór segir málin vitanlega leysast að lokum. Mikill vilji sé til staðar við borðið nema á einum stað. „Þetta er alfarið mál sem er á herðum SA að leysa. Við erum búin að nálgast þá með margvíslegum hætti með möguleika á lausnum. Mér finnst stjórnvöld hafa verið mjög lausnamiðuð í þessu en SA hafa verið algjörlega föst fyrir að bjóða upp á kaupmáttarrýrnun og stórkostlega skerðingu á réttindum okkar,“ segir Ragnar Þór, formaður VR.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira