Íslenski boltinn

Geðhjálp gagnrýnir KSÍ

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þórarinn fagnar marki með liðsfélögum sínum í Stjörnunni síðasta sumar
Þórarinn fagnar marki með liðsfélögum sínum í Stjörnunni síðasta sumar vísir/daníel
Landssamtökin Geðhjálp stigu fram í kvöld og settu spurningamerki við hvers virði kjörorð KSÍ væru í ljósi úrskurðar aga- og úrskurðarnefndar í máli Þórarins Inga Valdimarssonar.

Þórarinn Ingi fékk rautt spjald í leik Stjörnunnar og Leiknis fyrir að hafa átt fordæmafull ummæli í garð Ingólfs Sigurðssonar.

Ingólfur hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín og tengdust ummáli Þórarins þeim.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað að refsa ekki Þórarni frekar, því fékk hann aðeins hefðbundið eins leiks bann.

„Geðhjálp veltir því fyrir sér hvers virði kjörorð KSÍ „Knattspyrna - leikur án fordóma“ sé þegar aganefnd sambandsins sér ekki ástæðu til að beita vægustu viðurlögum við fordómafullum ummælum gagnvart fólki með geðrænan vanda,“ segir í færslu Geðhjálpar á Facebook í kvöld.

Þar er minnst á 16. grein aga- og úrskurðarmála sem veitir heimild fyrir að minnsta kosti fimm leikja banni fyrir hvern þann sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×