Rændi og kveikti í skólarútu á Ítalíu Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2019 23:46 Börnin stunda nám í skóla í Vailati di Crema, austur af Mílanó. EPA/DANIELE BENNATI Lögregla í Mílanó á Ítalíu hefur handtekið 47 ára rútubílstjóra eftir að hann rændi rútu með 51 nemanda um borð, og kveikti síðar í henni. Börnin, sem sum hver höfðu verið bundin, komust öll lífs af eftir að lögreglu tókst að koma þeim út úr rútunni um glugga aftarlega í rútunni. Í frétt BBC segir að fjórtán hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Bílstjórinn er ítalskur ríkisborgari af senegölskum uppruna. „Enginn mun lifa af,“ á maðurinn að hafa hrópað. Einn kennara barnanna, sem var um borð í rútunni, segir að hinn grunaði hafi verið mjög óánægður með harða stefnu ítalskra stjórnvalda þegar kemur að málefnum flóttafólks og hælisleitenda.Kraftaverk Francesco Greco, saksóknari í Mílanó, segir það kraftaverk að ekki hafi farið verr, þar sem þetta hefði getað endað með blóðbaði. Bílstjóranum hafði verið ætlað að keyra börnin, sem voru úr tveimur bekkjum, frá skóla í Vailati di Crema, austur af Mílanó, í líkamsræktarstöð. Hann ók rútunni hins vegar aðra leið og í átt að Linate-flugvellinum í Mílanó.Hringdi í móður sína Þegar maðurinn byrjaði að hóta börnunum með hníf hringdi einn nemandanna í móður sína sem tilkynnti svo málið til lögreglu. Lögreglu tókst að lokum að stöðva rútuna og koma börnunum úr um glugga aftarlega í rútunni þar sem búið var að brjóta glerið. Bílstjórinn hafði þá hellt niður bensíni, kveikti að lokum í rútunni og varð hún alelda á svipstundu. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, brast ókvæða við þegar hann var spurður út í málið og sagði gerandann vera með sakaferil að baki. Ítalía Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Lögregla í Mílanó á Ítalíu hefur handtekið 47 ára rútubílstjóra eftir að hann rændi rútu með 51 nemanda um borð, og kveikti síðar í henni. Börnin, sem sum hver höfðu verið bundin, komust öll lífs af eftir að lögreglu tókst að koma þeim út úr rútunni um glugga aftarlega í rútunni. Í frétt BBC segir að fjórtán hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Bílstjórinn er ítalskur ríkisborgari af senegölskum uppruna. „Enginn mun lifa af,“ á maðurinn að hafa hrópað. Einn kennara barnanna, sem var um borð í rútunni, segir að hinn grunaði hafi verið mjög óánægður með harða stefnu ítalskra stjórnvalda þegar kemur að málefnum flóttafólks og hælisleitenda.Kraftaverk Francesco Greco, saksóknari í Mílanó, segir það kraftaverk að ekki hafi farið verr, þar sem þetta hefði getað endað með blóðbaði. Bílstjóranum hafði verið ætlað að keyra börnin, sem voru úr tveimur bekkjum, frá skóla í Vailati di Crema, austur af Mílanó, í líkamsræktarstöð. Hann ók rútunni hins vegar aðra leið og í átt að Linate-flugvellinum í Mílanó.Hringdi í móður sína Þegar maðurinn byrjaði að hóta börnunum með hníf hringdi einn nemandanna í móður sína sem tilkynnti svo málið til lögreglu. Lögreglu tókst að lokum að stöðva rútuna og koma börnunum úr um glugga aftarlega í rútunni þar sem búið var að brjóta glerið. Bílstjórinn hafði þá hellt niður bensíni, kveikti að lokum í rútunni og varð hún alelda á svipstundu. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, brast ókvæða við þegar hann var spurður út í málið og sagði gerandann vera með sakaferil að baki.
Ítalía Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira