Sjómannafélag Íslands vill hunsa úrskurð Félagsdóms Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2019 09:41 Bergur Þorkelsson var á síðasta aðalfundi kjörinn formaður SÍ og ráðgert er að hann taki við af Jónasi Garðarssyni á næsta aðalfundi. Foringjar SÍ hafa engin áform uppi um að hvika frá þeim fyrirætlunum. visir/vilhelm Þrátt fyrir afgerandi úrskurð Félagsdóms, þar sem brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr SÍ var dæmdur ólögmætur og að hún hafi kjörgengi hefur Sjómannafélag Íslands engar fyrirætlanir um að endurtaka kosningar sem fram fóru á síðasta aðalfundi sem haldinn var í desember á síðasta ári. Þar var Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, sjálfkjörinn formaður eftir að listi Heiðveigar Maríu Einarsdóttur var úrskurðaður ógildur af hálfu foringja félagsins.Ætla sér ekki að endurtaka kosningarnar Jónas Þór Jónasson lögmaður Sjómannafélags Íslands hefur svarað erindi sjómannanna Arnars Leós Árnasonar og Sigurðar Þórðar Jónssonar sem kröfðust í ljósi úrskurðarins að kosningarnar yrðu endurteknar. Stjórn SÍ hefur engin slík áform uppi.Lögmaður SÍ hefur vísað erindi Sigurður Þórðar og Arnars Leós til föðurhúsanna. Kosningar verða ekki endurteknar.„Þó svo að í dómi Félagsdóms hafi margnefnd 3ja ára regla verið talin andstæð 1. málslið 1. málsgreinar 2. greinar laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þá standa eftir tveir annmarkar á mótframboðinu, sem leiða eftir sem áður til ólögmæti þess. Er engin heimild í lögum félagsins til þess að endurupptaka og/eða breyta framangreindum bindandi úrskurði kjörstjórnar og þar sem framangreindar forsendur hans eru óbreyttar stendur niðurstaða úrskurðarins um úrslit stjórnarkosninga í félaginu,“ segir meðal annars í bréfi sem Jónas Þór undirritar fyrir hönd kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands.Mikil ólga meðal sjómanna Verulegar ólgu gætir meðal sjómanna sem Vísir hefur rætt við auk þeirra Arnars Leós og Sigurðar Þórðar og þeir farnir að velta því fyrir sér hverju valdi því að menn þverskallist við að opna dyr sínar? Hverju sé verið að leyna? Ekki er orðum aukið að þeir sem Vísir hefur rætt við séu reiðir. Þá hafa sjómenn þungar áhyggjur af því að félagið sé búið að mála sig út í horn, ekkert annað félag sjái fyrir sér að geta átt með því samleið til dæmis vegna kjaraviðræðna, svo mjög hafi það traðkað á lýðræðislegum sjónarmiðum.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar. Þær undirbúa nú aðra kæru á hendur félaginu.visir/vilhelmVísir sendi Bergi Þorkelssyni fyrirspurn fyrr í þessum mánuði í kjölfar þess að SÍ sendu Heiðveigu Maríu bréf og buðu henni að koma aftur í félagið nokkuð sem hún hafnaði alfarið á þeim forsendum að hún líti svo á að brottrekstur hennar hafi verið ólögmætur. Þar er meðal annars spurt hvort til greina komi af hálfu félagsins að endurtaka kosningarnar sem Félagsdómur hefur dæmt ólöglegar? En, Bergur hefur ekki komið því við að svara. Nú liggur hins vegar fyrir að foringjar félagsins hafa ekki hugsað sér að líta til úrskurðar Félagsdóms í neinu því sem nýr að hugsanlegu endurnýjuðu stjórnarkjöri.Önnur kæra á hendur SÍ í farvatninu Vísir ræddi við Kolbrúnu Garðarsdóttur, lögmann Heiðveigar Maríu, og hún segist hafa sent félaginu bréf sem stílað er á Jónas Þór lögmann. Þar segir meðal annars að afar mikilvægt sé að hann geri forsvarsmönnum félagsins grein fyrir því að „dómur Félagsdóms um ólögmæti 3 ára takmörkunar til kjörgengis felur í sér að kjörgengi var almennt ekki til staðar fyrir ótilgreindan hóp félagsmanna og það eitt þýðir að kosningarnar verði að auglýsa að nýju og öllum gefinn kostur á að bjóða sig fram. Lög félagsins girða ekki fyrir að hægt er að kalla saman aukaaðalfund og ná sátt um dagsetningar og annað varðandi málið.“ Kolbrún segir að nú stefni allt í að Sjómannafélag Íslands verði kært aftur til Félagsdóms, það sé nú til skoðunar. Dómsmál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Stjórnsýsla Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Þrátt fyrir afgerandi úrskurð Félagsdóms, þar sem brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr SÍ var dæmdur ólögmætur og að hún hafi kjörgengi hefur Sjómannafélag Íslands engar fyrirætlanir um að endurtaka kosningar sem fram fóru á síðasta aðalfundi sem haldinn var í desember á síðasta ári. Þar var Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, sjálfkjörinn formaður eftir að listi Heiðveigar Maríu Einarsdóttur var úrskurðaður ógildur af hálfu foringja félagsins.Ætla sér ekki að endurtaka kosningarnar Jónas Þór Jónasson lögmaður Sjómannafélags Íslands hefur svarað erindi sjómannanna Arnars Leós Árnasonar og Sigurðar Þórðar Jónssonar sem kröfðust í ljósi úrskurðarins að kosningarnar yrðu endurteknar. Stjórn SÍ hefur engin slík áform uppi.Lögmaður SÍ hefur vísað erindi Sigurður Þórðar og Arnars Leós til föðurhúsanna. Kosningar verða ekki endurteknar.„Þó svo að í dómi Félagsdóms hafi margnefnd 3ja ára regla verið talin andstæð 1. málslið 1. málsgreinar 2. greinar laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þá standa eftir tveir annmarkar á mótframboðinu, sem leiða eftir sem áður til ólögmæti þess. Er engin heimild í lögum félagsins til þess að endurupptaka og/eða breyta framangreindum bindandi úrskurði kjörstjórnar og þar sem framangreindar forsendur hans eru óbreyttar stendur niðurstaða úrskurðarins um úrslit stjórnarkosninga í félaginu,“ segir meðal annars í bréfi sem Jónas Þór undirritar fyrir hönd kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands.Mikil ólga meðal sjómanna Verulegar ólgu gætir meðal sjómanna sem Vísir hefur rætt við auk þeirra Arnars Leós og Sigurðar Þórðar og þeir farnir að velta því fyrir sér hverju valdi því að menn þverskallist við að opna dyr sínar? Hverju sé verið að leyna? Ekki er orðum aukið að þeir sem Vísir hefur rætt við séu reiðir. Þá hafa sjómenn þungar áhyggjur af því að félagið sé búið að mála sig út í horn, ekkert annað félag sjái fyrir sér að geta átt með því samleið til dæmis vegna kjaraviðræðna, svo mjög hafi það traðkað á lýðræðislegum sjónarmiðum.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar. Þær undirbúa nú aðra kæru á hendur félaginu.visir/vilhelmVísir sendi Bergi Þorkelssyni fyrirspurn fyrr í þessum mánuði í kjölfar þess að SÍ sendu Heiðveigu Maríu bréf og buðu henni að koma aftur í félagið nokkuð sem hún hafnaði alfarið á þeim forsendum að hún líti svo á að brottrekstur hennar hafi verið ólögmætur. Þar er meðal annars spurt hvort til greina komi af hálfu félagsins að endurtaka kosningarnar sem Félagsdómur hefur dæmt ólöglegar? En, Bergur hefur ekki komið því við að svara. Nú liggur hins vegar fyrir að foringjar félagsins hafa ekki hugsað sér að líta til úrskurðar Félagsdóms í neinu því sem nýr að hugsanlegu endurnýjuðu stjórnarkjöri.Önnur kæra á hendur SÍ í farvatninu Vísir ræddi við Kolbrúnu Garðarsdóttur, lögmann Heiðveigar Maríu, og hún segist hafa sent félaginu bréf sem stílað er á Jónas Þór lögmann. Þar segir meðal annars að afar mikilvægt sé að hann geri forsvarsmönnum félagsins grein fyrir því að „dómur Félagsdóms um ólögmæti 3 ára takmörkunar til kjörgengis felur í sér að kjörgengi var almennt ekki til staðar fyrir ótilgreindan hóp félagsmanna og það eitt þýðir að kosningarnar verði að auglýsa að nýju og öllum gefinn kostur á að bjóða sig fram. Lög félagsins girða ekki fyrir að hægt er að kalla saman aukaaðalfund og ná sátt um dagsetningar og annað varðandi málið.“ Kolbrún segir að nú stefni allt í að Sjómannafélag Íslands verði kært aftur til Félagsdóms, það sé nú til skoðunar.
Dómsmál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Stjórnsýsla Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46
Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00
Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43