Innlent

Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið

Jakob Bjarnar skrifar
Heiðveig María má koma aftur. Sem lögmanni hennar þykir kostulegt, því brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur.,
Heiðveig María má koma aftur. Sem lögmanni hennar þykir kostulegt, því brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur., visir/vilhelm
Heiðveigu Maríu Einarsdóttur sjómanni og lögfræðingi, sem var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, hefur verið boðið að koma aftur í félagið. Að auki hefur henni verið, sem einskonar sárabót, boðið að taka sæti í saminganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga.

Þetta kemur fram í bréfi sem Heiðveigu Maríu var sent í gær og Vísir greindi frá að væri á leiðinni. Félagsdómur felldi nýverið þann dómbrottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ væri ólögmætur, hin svokallaða þriggja ára reglasem hindraði framboð hennar stæðist ekki og var Sjómannafélag Íslands dæmt til 1,5 milljóna króna sektar vegna þessara brota.

Fær að sitja í samninganefnd

Bréfið er ekki langt en undir það ritar Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, sem á síðasta aðalfundi var kjörinn formaður SÍ, fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.

Bergur Þorkelsson, kjörinn formaður, skrifar undir bréfið fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.visir/vilhelm
„Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Sjómannafélags Íslands í dag var meðal annars til umfjöllunar dómur Félagsdóms nr. 12/2018.

Var það ákvörðun stjórnar og trúnaðarmannaráðs að bjóða þér að ganga á ný í félagið og ef af því verður að bjóða þér jafnframt að taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum, vegna komandi kjarasamningsviðræðna. Þar sem undirbúningur samningaviðræðna er þegar hafinn væri gott að fá svar við því við fyrsta tækifæri.

Þá var það bókað á fundinum að lög félagsins yrðu lagfærð til samræmis við niðurstöðu Félagsdóms varðandi kjörgengi félagsmanna.“

Heiðveigu boðið að koma aftur án þess að hafa nokkru sinni farið

Vísir heyrði stuttlega í lögmanni Heiðveigar Maríu, Kolbrúnu Garðarsdóttur, en ekki liggur fyrir hvernig Heiðveig mun bregðast við þessu erindi. Ljóst er að Kolbrúnu þykir það kúnstugt að Heiðveigu sé boðið í félagið á ný, þar sem fyrir liggur að hún fór aldrei úr því. Brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur.

„Það er verið að bíða eftir svörum frá þeim varðandi kröfu um kosningar. Hún fór víst til kjörstjórnar svo viðbrögð verða í raun þegar það er komið í ljós,“ segir Kolbrún.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×