Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María má koma aftur. Sem lögmanni hennar þykir kostulegt, því brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur., visir/vilhelm Heiðveigu Maríu Einarsdóttur sjómanni og lögfræðingi, sem var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, hefur verið boðið að koma aftur í félagið. Að auki hefur henni verið, sem einskonar sárabót, boðið að taka sæti í saminganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Þetta kemur fram í bréfi sem Heiðveigu Maríu var sent í gær og Vísir greindi frá að væri á leiðinni. Félagsdómur felldi nýverið þann dóm að brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ væri ólögmætur, hin svokallaða þriggja ára reglasem hindraði framboð hennar stæðist ekki og var Sjómannafélag Íslands dæmt til 1,5 milljóna króna sektar vegna þessara brota.Fær að sitja í samninganefnd Bréfið er ekki langt en undir það ritar Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, sem á síðasta aðalfundi var kjörinn formaður SÍ, fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.Bergur Þorkelsson, kjörinn formaður, skrifar undir bréfið fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.visir/vilhelm„Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Sjómannafélags Íslands í dag var meðal annars til umfjöllunar dómur Félagsdóms nr. 12/2018. Var það ákvörðun stjórnar og trúnaðarmannaráðs að bjóða þér að ganga á ný í félagið og ef af því verður að bjóða þér jafnframt að taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum, vegna komandi kjarasamningsviðræðna. Þar sem undirbúningur samningaviðræðna er þegar hafinn væri gott að fá svar við því við fyrsta tækifæri. Þá var það bókað á fundinum að lög félagsins yrðu lagfærð til samræmis við niðurstöðu Félagsdóms varðandi kjörgengi félagsmanna.“Heiðveigu boðið að koma aftur án þess að hafa nokkru sinni farið Vísir heyrði stuttlega í lögmanni Heiðveigar Maríu, Kolbrúnu Garðarsdóttur, en ekki liggur fyrir hvernig Heiðveig mun bregðast við þessu erindi. Ljóst er að Kolbrúnu þykir það kúnstugt að Heiðveigu sé boðið í félagið á ný, þar sem fyrir liggur að hún fór aldrei úr því. Brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur. „Það er verið að bíða eftir svörum frá þeim varðandi kröfu um kosningar. Hún fór víst til kjörstjórnar svo viðbrögð verða í raun þegar það er komið í ljós,“ segir Kolbrún. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Heiðveigu Maríu Einarsdóttur sjómanni og lögfræðingi, sem var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, hefur verið boðið að koma aftur í félagið. Að auki hefur henni verið, sem einskonar sárabót, boðið að taka sæti í saminganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Þetta kemur fram í bréfi sem Heiðveigu Maríu var sent í gær og Vísir greindi frá að væri á leiðinni. Félagsdómur felldi nýverið þann dóm að brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ væri ólögmætur, hin svokallaða þriggja ára reglasem hindraði framboð hennar stæðist ekki og var Sjómannafélag Íslands dæmt til 1,5 milljóna króna sektar vegna þessara brota.Fær að sitja í samninganefnd Bréfið er ekki langt en undir það ritar Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, sem á síðasta aðalfundi var kjörinn formaður SÍ, fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.Bergur Þorkelsson, kjörinn formaður, skrifar undir bréfið fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.visir/vilhelm„Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Sjómannafélags Íslands í dag var meðal annars til umfjöllunar dómur Félagsdóms nr. 12/2018. Var það ákvörðun stjórnar og trúnaðarmannaráðs að bjóða þér að ganga á ný í félagið og ef af því verður að bjóða þér jafnframt að taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum, vegna komandi kjarasamningsviðræðna. Þar sem undirbúningur samningaviðræðna er þegar hafinn væri gott að fá svar við því við fyrsta tækifæri. Þá var það bókað á fundinum að lög félagsins yrðu lagfærð til samræmis við niðurstöðu Félagsdóms varðandi kjörgengi félagsmanna.“Heiðveigu boðið að koma aftur án þess að hafa nokkru sinni farið Vísir heyrði stuttlega í lögmanni Heiðveigar Maríu, Kolbrúnu Garðarsdóttur, en ekki liggur fyrir hvernig Heiðveig mun bregðast við þessu erindi. Ljóst er að Kolbrúnu þykir það kúnstugt að Heiðveigu sé boðið í félagið á ný, þar sem fyrir liggur að hún fór aldrei úr því. Brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur. „Það er verið að bíða eftir svörum frá þeim varðandi kröfu um kosningar. Hún fór víst til kjörstjórnar svo viðbrögð verða í raun þegar það er komið í ljós,“ segir Kolbrún.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53
Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46
Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07