Framboð Heiðvegar metið ólögmætt Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2018 20:07 Heiðveig María Einarsdóttir. Vísir/Vilhelm Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur metið framboð Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til stjórnar Sjómannafélagsins, B-lista, ólögmætt. Framboð A-lista, sem er framboð núverandi stjórnar Sjómannafélagsins var því sjálfkjörið. Þetta kemur fram í fundargerð á vef sambandsins.Nokkrar ástæður eru nefndar fyrir því að framboðinu hafi verið hafnað. Einungis hafi verið lagður fram listi til stjórnar og varastjórnar en ekki til stjórnar matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs. Kjörstjórnin telur það gegn lögum félagsins. Þá segir að Heiðveig, sem er frambjóðandi til stjórnar félagsins, sé hvorki félagsmaður né uppfylli hún skilyrði um kjörgengi þar sem hún hafi ekki greitt í félagið í minnst þrjú ár. Heiðveigu var vikið úr Sjómannafélaginu í lok október. Hún hefur þó stefnt félaginu fyrir félagsdómi vegna þessa. Enn fremur segir að minnst þrír af 111 á meðmælaskrá hafi ekki verið í félaginu og þar af auki hafi frambjóðendur sjálfir sett nöfn sín á skrána og það sé gegn lögum félagsins. Það leiði til þess að fjöldi meðmæla nái ekki hundrað. „Af öllum framangreindum ástæðum leiðir, að framboð B-lista til stjórnar í félaginu uppfyllir ekki skilyrði laga félagsins til mótframboðs og telst listinn því ekki vera lögmætur. Þar sem aðeins einn lögmætur listi, A-listi stjórnar félagsins, hefur borist til stjórnar, trúnaðarmannaráðs og matsveinadeildar, sbr. c-liður 5. mgr. 16. gr. laga félagsins, úrskurðar kjörstjórn að þeir menn sem þar eru tilnefndir teljast vera sjálfkjörnir í stjórn félagsins, stjórn matsveinadeildar og trúnaðarmannaráð, til samræmis við önnur ákvæði laga félagsins,“ segir í fundargerð Sjómannafélagsins. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00 Heiðveig þarf ekki að leggja fram málskostnaðartryggingu Fjölskipaður félagsdómur kom saman í dag og komst að þeirri niðurstöðu að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur beri ekki að leggja fram tryggingu fyrir málskostnaði líkt og Sjómannafélag Íslands fór fram á. 19. nóvember 2018 19:30 Heiðveig María skilar inn framboðslista sínum Átökum innan Sjómannafélags Íslands hvergi nærri lokið. 19. nóvember 2018 12:15 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur metið framboð Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til stjórnar Sjómannafélagsins, B-lista, ólögmætt. Framboð A-lista, sem er framboð núverandi stjórnar Sjómannafélagsins var því sjálfkjörið. Þetta kemur fram í fundargerð á vef sambandsins.Nokkrar ástæður eru nefndar fyrir því að framboðinu hafi verið hafnað. Einungis hafi verið lagður fram listi til stjórnar og varastjórnar en ekki til stjórnar matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs. Kjörstjórnin telur það gegn lögum félagsins. Þá segir að Heiðveig, sem er frambjóðandi til stjórnar félagsins, sé hvorki félagsmaður né uppfylli hún skilyrði um kjörgengi þar sem hún hafi ekki greitt í félagið í minnst þrjú ár. Heiðveigu var vikið úr Sjómannafélaginu í lok október. Hún hefur þó stefnt félaginu fyrir félagsdómi vegna þessa. Enn fremur segir að minnst þrír af 111 á meðmælaskrá hafi ekki verið í félaginu og þar af auki hafi frambjóðendur sjálfir sett nöfn sín á skrána og það sé gegn lögum félagsins. Það leiði til þess að fjöldi meðmæla nái ekki hundrað. „Af öllum framangreindum ástæðum leiðir, að framboð B-lista til stjórnar í félaginu uppfyllir ekki skilyrði laga félagsins til mótframboðs og telst listinn því ekki vera lögmætur. Þar sem aðeins einn lögmætur listi, A-listi stjórnar félagsins, hefur borist til stjórnar, trúnaðarmannaráðs og matsveinadeildar, sbr. c-liður 5. mgr. 16. gr. laga félagsins, úrskurðar kjörstjórn að þeir menn sem þar eru tilnefndir teljast vera sjálfkjörnir í stjórn félagsins, stjórn matsveinadeildar og trúnaðarmannaráð, til samræmis við önnur ákvæði laga félagsins,“ segir í fundargerð Sjómannafélagsins.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00 Heiðveig þarf ekki að leggja fram málskostnaðartryggingu Fjölskipaður félagsdómur kom saman í dag og komst að þeirri niðurstöðu að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur beri ekki að leggja fram tryggingu fyrir málskostnaði líkt og Sjómannafélag Íslands fór fram á. 19. nóvember 2018 19:30 Heiðveig María skilar inn framboðslista sínum Átökum innan Sjómannafélags Íslands hvergi nærri lokið. 19. nóvember 2018 12:15 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49
Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00
Heiðveig þarf ekki að leggja fram málskostnaðartryggingu Fjölskipaður félagsdómur kom saman í dag og komst að þeirri niðurstöðu að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur beri ekki að leggja fram tryggingu fyrir málskostnaði líkt og Sjómannafélag Íslands fór fram á. 19. nóvember 2018 19:30
Heiðveig María skilar inn framboðslista sínum Átökum innan Sjómannafélags Íslands hvergi nærri lokið. 19. nóvember 2018 12:15
Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30
Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06