Fótbolti

Allir nema einn í byrjunarliðinu með yfir 50 landsleiki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Andorra.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Andorra. vísir/getty
Óhætt er að segja að Erik Hamrén hafi veðjað á reynsluna þegar hann valdi byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Andorra í undankeppni EM 2020 í gær. Íslendingar unnu leikinn 0-2.

Tíu af þeim ellefu leikmönnum sem voru í byrjunarliði Íslands í gær eiga yfir 50 landsleiki á ferilskránni.

Arnór Sigurðsson skar sig úr en hann var bæði langyngstur og með langfæstu landsleikina af þeim sem voru í byrjunarliði Íslands í gær. Skagamaðurinn, sem er 19 ára, lék sinn þriðja landsleik í gær.

Jóhann Berg Guðmundsson var næstyngstur í byrjunarliðinu í gær en hann er 28 ára, níu árum eldri en Arnór.

Birkir Már Sævarsson er leikjahæstur af þeim sem byrjuðu leikinn gegn Andorra. Hann hefur nú leikið 89 landsleiki. Aðeins Rúnar Kristinsson (104) hefur leikið fleiri landsleiki en Birkir Már.

Íslenska liðið hélt í dag til Parísar þar sem það mætir heimsmeisturum Frakka á mánudaginn.

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra (landsleikir):

Hannes Þór Halldórsson (58)

Birkir Már Sævarsson (89)

Kári Árnason (74)

Ragnar Sigurðsson (85)

Ari Freyr Skúlason (63)

Jóhann Berg Guðmundsson (72)

Aron Einar Gunnarsson (82)

Birkir Bjarnason (75)

Arnór Sigurðsson (3)

Gylfi Þór Sigurðsson (65)

Alfreð Finnbogason (53)


Tengdar fréttir

Viðar: Ég og Kjarri erum góðir vinir

Viðar Örn Kjartansson var búinn að ákveða að fagna eins og hann gerði ef hann skyldi skora gegn Andorra í kvöld, sem og hann gerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×