Fótbolti

Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fagn Viðars í kvöld
Fagn Viðars í kvöld Vísir/Sigurður Már
Viðar Örn Kjartansson kom af krafti til baka í íslenska landsliðið en hann kom inn af varamannabekknum og gerði annað mark Íslands í 0-2 sigri á Andorra í undankeppni EM í kvöld. 

Fagn Viðars vakti verðskuldaða athygli þar sem hann fagnaði með því að vísa í Twitter færslu Kjartans Henry Finnbogasonar en sá síðarnefndi lét óánægju sína með valið á Viðari í ljós á Twitter í aðdraganda leiksins.

Viðar hætti í landsliðinu í lok október á síðasta ári, var kallaður inn í hópinn en hann þakkaði fyrir sig með landsliðinu á Instagram-síðu sinni 20. október 2018. 

Hann var hins vegar fljótur að hætta við að hætta við og það reyndist íslenska liðinu sannarlega happadrjúgt í Andorra í kvöld.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.